Sjómannafélag Íslands hefur ákveðið að aflýsa verkfallinu hjá starfsfólki Herjólfs sem hefjast átti nú á miðnætti og standa í þrjá sólarhringa, eða til næstkomandi fimmtudags. Þetta kemur fram í tilkynningu á Facebook-síðu Herjólfs og því verður siglingaáætlun Herjólfs eins og vanalega næstu daga.