fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Fréttir

Rændi læknadópi úr apóteki og gripinn með spítt og hass

Heimir Hannesson
Mánudaginn 20. júlí 2020 16:40

Héraðsdómur Reykjaness.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi á dögunum mann í fjögurra mánaða fangelsi fyrir fíkniefnalagabrot, eignaspjöll og innbrot. Ákæran var í nokkrum liðum og játaði maðurinn sök fyrir dómi. Tveir ákæruliðirnir fjölluðu um fíkniefnabrot en lögreglan fann á manninum bæði amfetamín og kannabisefni.

Einnig er maðurinn dæmdur fyrir eignaspjöll með því að hafa annars vegar tekið ruslatunnu og kastað í spegil svo bæði tunnan og spegillinn brotnuðu og hinsvegar kastað útihúsgögnum í borðplötu og valdið þar 55.000 kr.- tjóni. Jafnframt er maðurinn dæmdur fyrir innbrot í apótek 13. og 16. júlí 2019 og stolið þaðan ofvirkni-, geð- og verkjalyf að verðmæti um 300 þúsund króna.

Maðurinn var sem fyrr segir dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi í þetta sinn en maðurinn á talsverðan sakaferil að baki. Hann hlaut dóma árin 2011, 2013, 2015, 2016, 2017, 2018 og 2019 fyrir meðal annars fíkniefnabrot, innbrot og þjófnað og ítrekuð umferðarlagabrot.

Manninum var gert að sæta upptöku smáræði amfetamíns, North pike íþróttatösku, Versace parfum, íþróttatösku, hamars, bláum vinnuhönskum, grárri derhúfu og LED ennisljósi. Ákæruvaldið gerði kröfu um að gerðir yrðu upptækir Etz camouflage skóm með hvítum botni að stærð 41, en féllst dómarinn ekki á þá kröfu. Maðurinn fær því að halda skónum sínum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Vardy kveður í sumar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúar og fyrirtæki í miðborginni hvött til að plokka á laugardag

Íbúar og fyrirtæki í miðborginni hvött til að plokka á laugardag
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hótaði að láta nauðga lögreglumanni

Hótaði að láta nauðga lögreglumanni