fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Fréttir

Almannavarnarnefnd Grindavíkur fundar vegna skjálftahrinu

Sóley Guðmundsdóttir
Mánudaginn 20. júlí 2020 15:45

Mikil skjálftavirkni hefur verið á Reykjanesi. Mynd/Skjáskot vedur.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Almannavarnanefnd Grindavíkur heldur fund í dag samkvæmt RÚV. Til umræðu verður skjálftahrina sem verið hefur á Reykjanesskaga undanfarið. Samkvæmt Salóme Jórunnar Bernharðsdóttur, sérfræðingi á Veðurstofu Íslands, má búast við að jarðhræringar haldi áfram.

Engin merki um gosóróa

Öflug skjálftahrina hefur staðið yfir á Reykjanesskaga frá því um miðnætti. Jarðskjálfti að stærðinni 5 varð norðan við Grindavík. Tveir eftirskjálftar að stærðinni 4 urðu snemma í morgun. Um tuttugu eftirskjálftar mældust í nótt og í morgun. Engin merki eru um gosóróa. Skjálftarnir hafa meðal annars fundist í Vestmannaeyjum, á Hvolsvelli og í Borgarfirði.

Samkvæmt sérfræðingum á Veðurstofu Íslands eru skjálftarnir hluti af hrinu sem hófst í febrúar. Jarðskjálftahrinan teygir sig nú austar sem skýrir hvers vegna skjálftarnir hafa fundist á höfuðborgarsvæðinu.

Aukið álag á skorpuna af völdum kvikuinnskota

„Það má ætla að þetta séu flekahreyfingar, tektónískir atburðir,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, sérfræðingur á Veðurstofu Íslands við RÚV. Hún segir upptök allra sterkustu skjálftanna raðast á brotalínu og þannig séu skjálftarnir í samræmi við „tektónískar“ brotalínur á Reykjanesi. Skjálftarnir skýrist sennilega af auknu álagi á skorpuna af völdum kvikuinnskota sem komið hafa undir Reykjaneshrygginn. Hún býst við því að hræringarnar haldi áfram og segir ekki liggja fyrir hvort landið hafi risið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Vardy kveður í sumar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúar og fyrirtæki í miðborginni hvött til að plokka á laugardag

Íbúar og fyrirtæki í miðborginni hvött til að plokka á laugardag
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hótaði að láta nauðga lögreglumanni

Hótaði að láta nauðga lögreglumanni