Finnst eflaust einhverjum ákvörðunin um að gefa ekki verðlaunin í ár vera skrýtin þar sem nánast allar stærstu deildir Evrópu eru að klárast þessa stundina. Það er tímaritið France Football sem gefur verðlaunin á hverju ári en í tilkynningu frá þeim segir að ekki megi fara með svona sérstakt ár eins og önnur. „Þegar maður er í vafa er betra að bíða en að þrjóskast áfram.“
Í tilkynningunni kemur einnig fram að ekki væri sanngjarnt að bera leikmenn saman þar sem þeir eru ekki allir á sama báti hvað varðar deildirnar þeirra. Frönsku deildinni var til að mynda aflýst að fullu en deildin var sú eina af þeim 5 stærstu í Evrópu sem gerði það.
Þetta þýðir að Cristiano Ronaldo getur ekki náð Messi í ár þegar kemur að fjölda gullbolta en Messi vann sinn sjötta bolta í fyrra. Ronaldo hefur unnið verðlaunin fimm sinnum.