,,Þetta lítur bara vel út hjá okkur en það hafa veiðst 91 lax síðan á fimmtudaginn var hérna í Laxá. Það eru laxar að koma á hverju flóði,“ sagði Haraldur Eiríksson í veiðihúsinu við Laxá í Kjós. Fott veiði hefur verið á Kjósárbökkum síðustu daga og verður spennandi að fyjast með framhaldinu.
,,Áin er kominn yfir 300 laxa og svo eru að veiðast rígvænir sjóbirtingar, eins og Stefán veiddi um helgina. Vatnið er allt í lagi eins og er,“ sagði Haraldur að lokum.
Í Meðalfellsvatn hafa veiðimenn verið að veiða ágætlega og við fréttum um daginn af veiðimanni sem var búinn að fá allavega tvo laxa í sumar. Og eitthvað hefur fengist af silungi sem sumir eru smáir reyndar. Inn á milli samt ágætis fiskar.
Mynd. Stefán Sigurðsson með bolta sjóbirting úr Laxá í Kjós um helgina.