fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Fréttir

Bílaumboð sem varð gjaldþrota árið 1992 ekki gert upp fyrr en 2020 – „Voru mín mistök“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 20. júlí 2020 10:09

Fyrir utan bílaumboðið Sveinn Egilsson hf. árið 1965. Mynd: Sarpur.is/Þjóðminjasafnið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 1992 varð Bílaumboðið Sveinn Egilsson hf. gjaldþrota. Skiptastjóri yfir búinu var þá skipaður Halldór Þ. Birgisson lögmaður. Með úrskurði Héraðsdóms þann 23. ágúst í fyrra var Halldór leystur frá störfum sem skiptastjóri yfir búinu og Ragnheiður Þorkelsdóttir skipuð í hans stað.

Búið var loks tekið til skipta þann 30. júní síðastliðinn. Mun mjög lítið hafa komið út úr skiptunum. DV hefur kröfuskrána undir höndum en undir hana ritar Sigurður Rúnar Birgisson lögmaður fyrir hönd skiptastjóra. Kröfuskráin er löng en á meðal kröfuhafa eru fyrirtæki sem ekki eru til lengur, til dæmis Búnaðarbanki Íslands.

Samkvæmt heimildum DV er um að ræða eitt elsta óskipta bú sem um getur. Þekktasta dæmi um tafir á skiptum bús er dánarbú ábúandans á Vatnsnesi sem lést árið 1968. Ekki hafði verið lokið skiptum á því búi er skiptaráðandi lét af störfum skömmu fyrir 1980.

„Mín mistök“

Samkvæmt heimildum DV er lögmannastofan Advel, þar sem Sigurður Rúnar Birgisson sem starfar, með fleiri og eldri mál þar sem Halldór Þ. Birgisson var skipaður skiptastjóri en hann sinnti ekki.

Erfiðlega hefur gengið við vinnslu fréttarinnar að ná í þá Sigurður Rúnar og Halldór Þ. Birgisson vegna sumarfría og ferðalaga en Halldór svaraði þó stuttlega tölvupóstum frá DV um málið. Þar staðfestir hann að fleiri mál gömul mál frá honum séu í gangi. Halldór játar á sig vanrækslu í málinu: „Stutta skýringin er sú að skiptalok voru ekki tilkynnt og auglýst þar sem það fórst fyrir af minni hendi og voru mín mistök.“ Halldór viðurkenndi einnig að fleiri tilvik væru til um eldgömul þrotabú sem hann hefur verið skipaður skiptastjóri yfir, sem ekki hafa verið gerð upp.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Vardy kveður í sumar
Fréttir
Í gær

Miklar breytingar framundan á fréttatímum RÚV

Miklar breytingar framundan á fréttatímum RÚV
Fréttir
Í gær

Hornfirðingar ósáttir við verslun Nettó á Höfn – „Þetta var ansi sorgleg búðarferð í dag“

Hornfirðingar ósáttir við verslun Nettó á Höfn – „Þetta var ansi sorgleg búðarferð í dag“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur fær ekki 670 þúsund krónur endurgreiddar sem svindlarar stálu af kreditkorti hans – „Óréttlætið hefur haft betur að mínu mati“

Guðmundur fær ekki 670 þúsund krónur endurgreiddar sem svindlarar stálu af kreditkorti hans – „Óréttlætið hefur haft betur að mínu mati“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúar og fyrirtæki í miðborginni hvött til að plokka á laugardag

Íbúar og fyrirtæki í miðborginni hvött til að plokka á laugardag