fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Virði hlutabréfa Warren Buffett í Apple hefur aukist um 40 milljarða dollara síðan í mars

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 21. júlí 2020 20:20

Warren Buffett.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin goðsagnakenndi fjárfestir Warren Buffett og fjárfestingafélags hans, Berkshire Hathaway, eiga stóran hlut í Apple og hefur virði hlutabréfanna aukist um 40 milljarða dollara síðan í mars.

CNBC skýrir frá þessu. Fram kemur að með þessu vegi félagið upp á móti tapi á öðrum vígstöðum en mörg hlutabréf hafa lækkað mikið í verði síðan heimsfaraldur kórónuveirunnar skall á, sérstaklega hlutabréf í tryggingafélögum og orkufyrirtækjum.

Berkshire Hathaway á nú hlutabréf að verðmæti 95 milljarða dollara í Apple og er næst stærsti hluthafi félagsins á eftir Vanguard. Verð hlutabréfa í Apple hefur hækkað um 32% á árinu þrátt fyrir að hafa tekið góða dýfu í mars þegar heimsfaraldurinn skall á af fullum þunga.

Apple hafði í síðustu viku betur fyrir dómstólum um hvort fyrirtækinu beri að greiða um 1,5 milljarð dollara í skatt á Írlandi. Það var framkvæmdastjórn ESB sem krafði fyrirtækið um þessar greiðslu en málið er eitt margra sem framkvæmdastjórnin hefur sett af stað gagnvart alþjóðlegum fyrirtækjum sem greiða lítinn sem engan skatt í Evrópu þrátt fyrir að velta þeirra sé mjög mikil.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Getur hjátrúin sagt til um gestakomur?

Getur hjátrúin sagt til um gestakomur?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kínverskur njósnari fékk leyfi til að gefa út blaðamannaskírteini í Svíþjóð

Kínverskur njósnari fékk leyfi til að gefa út blaðamannaskírteini í Svíþjóð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Maðurinn á bak við umdeilda aðferð til að finna ódýrt flug sér ekki eftir neinu

Maðurinn á bak við umdeilda aðferð til að finna ódýrt flug sér ekki eftir neinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Forsetafrúin blótaði Elon Musk – „Ég er ekki hrædd við þig, fokkaðu þér Elon Musk”

Forsetafrúin blótaði Elon Musk – „Ég er ekki hrædd við þig, fokkaðu þér Elon Musk”
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rússar hoppandi illir: „Stórt skref í átt að þriðju heimsstyrjöldinni“

Rússar hoppandi illir: „Stórt skref í átt að þriðju heimsstyrjöldinni“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti