fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Fréttir

Miðaldra maður áreitti 16 ára stúlkur og fleiri konur – Bauð peninga fyrir kynlíf og reyndi að nema konu á brott

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 19. júlí 2020 23:10

Frá Bankastræti. Mynd: Fréttablaðið/Pjetur Sigurðsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miðaldra maður áreitti konur og unglingsstúlkur í Bankastræti í miðborg Reykjavíkur á laugardagskvöld. Gaf hann sig á tal við tvær 16 ára stúlkur og reyndi að fá þær til að selja sér blíðu sína. Stuttu síðar reyndi hann að nema fullorðna konu, sem var drukkin, á brott með sér.

Önnur stúlknanna sem varð fyrir áreitni mannsins skrifar pistil um málið í Facebook-hópnum Beauty Tips. Hún veitti DV góðfúslega leyfi til að endursegja frásögnina og sagðist telja mikilvægt að fólk viti að svona áreitni er algeng.

Stúlkurnar tvær höfðu afskipti af manninum er hann reyndi að neyða konuna burtu með sér og tóku myndir af honum.  Stúlkan sem skrifaði færsluna segir að gróf áreitni sem þessi sé algeng í miðbænum en maðurinn sem í hlut átti leit út fyrir að vera á sextugsaldri. Stúlkan skrifar:

„Ég og vinkona mín mættum manni niðri í miðbæ í gærköld sem var kannski um 50-60 ára. Hann byrjaði að tala við okkur og var fyrst bara að spjalla en fer svo að bjóða pening fyrir kynlíf. Við sögðum þá að þetta væri kynferðisleg áreitni, að hann væri ógeð og löbbuðum burtu. Svo kannski 5 mín. seinna sjáum við hann aftur (tókum þá myndir af honum) og þá var hann að tala við fullorðna konu sem var greinilega undir áhrifum áfengis. Hann segir við hana að hún eigi að koma með sér heim, hún segir nei og hann segir „jú víst“. Þegar hann var byrjaður að toga í konuna og segja henni að koma með sér þá fórum við til þeirra og sögðum honum að láta hana vera. Við sögðum að hann væri ógeðslegur að áreita fólk kynferðislega, alveg niður í 16 ára. Það var btw fullorðið fólk þarna sem heyrði í okkur en enginn sagði neitt eða gerði neitt. Hann segir þá að við séum bara ruglaðar og labbar í burtu.“

Stúlkurnar sáu þá manninn áreita stúlku og trufluðu hann aftur við áreitni hans. Fór hann þá upp í leigubíl og hvarf á braut.

Stúlkan skrifar enn fremur að hún óttist hvað maðurinn kunni að gera næst: „Þótt hann hafi farið einn heim í gærkvöld þá gæti sagan verið önnur t.d. um næstu helgi.“

Hún veltir því síðan fyrir sér hvort hún eigi að hafa samband við lögregluna með sögu sína og afhenda myndir sem þær vinkonur tóku af manninum. Í umræðum undir færslunni er hún hvött til þess.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Akranes tekur milljarð í skammtímalán

Akranes tekur milljarð í skammtímalán
Fréttir
Í gær

Helgi lögreglustjóri hellir úr skálum reiði sinnar – „Embættið er ekki vant að tjá sig um niðurstöðu mála“

Helgi lögreglustjóri hellir úr skálum reiði sinnar – „Embættið er ekki vant að tjá sig um niðurstöðu mála“
Fréttir
Í gær

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“
Fréttir
Í gær

Pútín lætur reyna á NATÓ við finnsku landamærin

Pútín lætur reyna á NATÓ við finnsku landamærin