Í kvöld áttust við Víkingur og ÍA í Fossvoginum en Víkingar fóru illa með ÍA menn.
Óttar Magnús Karlsson kom Víking yfir um miðjan fyrri hálfleik með marki úr víti. Davíð Atlason kom Víkingum síðan í 2-0 á 37. mínútu. Stefán minnkaði síðan muninn í 2-1 skömmu fyrir hlé.
Í seinni hálfleik byrjaði síðan markaveislan. Nikolaj Hansen kom Víkingum í 3-1 á 51. mínútu og einungis mínútu síðar skoraði Erlingur Agnarsson fjórða mark Víkinga. Viktor Jónsson minnkaði muninn fyrir ÍA í 4-2 nokkrum mínútum síðar.
Ágúst Hlynsson gerði nokkurn veginn út af við ÍA á 66. mínútu og auk þess gulltryggði hann sigurinn með öðru marki á 79. mínútu. Endaði leikurinn því 6-2, Víkingi í vil.
Í kvöld kepptu einnig Breiðablik og Valur í Kópavoginum. Markalaust var í fyrri hálfleik, þó var mikið um gul spjöld en í hinum fóru 5 gul spjöld á loft.
Í seinni hálfleik var meira um mörk en Kristinn Freyr Sigurðsson braut ísinn fyrir Valsara á 46. mínútu. Örfáum mínútum síðar náði Thomas Mikkelsen að jafna metin úr víti fyrir Breiðablik. Einar Karl Ingvarsson sá síðan til þess að liðin færu ekki jöfn heim en hann skoraði sigurmarkið á 81. mínútu og endaði leikurinn 1-2 fyrir Val.