Það bjuggust eflaust einhverjir við því að Manchester United myndi bera sigur af hólmi í leiknum í dag en liðið hefur unnið Chelsea þrisvar sinnum á tímabilinu. Auk þess hefur Man. Utd verið gríðarlega góðir eftir að leikir hófust á ný vegna samkomubanns í Bretlandi.
Fyrri hálfleikur virtist verða markalaus en hinn franski Olivier Giroud braut ísinn í uppbótartíma fyrri hálfleiks og kom Chelsea yfir. Einungis mínútu eftir að seinni hálfleikur hófst átti Mason Mount skot utan vítateigs sem endaði í netinu, 0-2 fyrir Chelsea. Þegar korter var eftir af leiknum skoraði varnarmaðurinn Harry Maguire sjálfsmark og kom Chelsea þar með í þriggja stiga forystu. Bruno Fernandes, miðjumaður Man.Utd, skoraði úr vítaspyrnu þegar fimm mínútur voru eftir en það dugði skammt. Lokaniðurstaða var 1-3 fyrir Chelsea.
Chelsea mun því mæta Arsenal í úrslitaleik FA bikarsins þann 1. ágúst næstkomandi í sannkölluðum Lundúnarslag.