Það tók Barcelona 24 mínútur að brjóta ísinn en þá skoraði Ansu Fati. 10 mínútum eftir það skoraði síðan Lionel Messi og 10 mínútum síðar skoraði Luis Suarez. Staðan var því 3-0 í hálfleik.
Þrátt fyrir gott forskot fóru Börsungarnir ekkert að slaka á. Varamaðurinn Nélson Semedo skoraði á 57. mínútu en þá hafði hann einungis verið í nokkrar mínútur á vellinum. Lionel Messi gulltryggði síðan sigur Barcelona á 75. mínútu með öðru marki sínu.