Sky skýrir frá þessu. Shattock hefur verið í lykilhlutverki við rannsóknir og þróun á bóluefni hjá Imperial College í Lundúnum. Í samtali við Sky sagði hann að ekki megi framleiða bóluefnið í Bandaríkjunum.
„Þetta er meðvituð stefna. Ríkisstjórnin hefur hvatt okkur til að tryggja að hægt sé að framleiða bóluefnið í Bretlandi. Aðvörunarbjöllur hringja vegna vaxandi þjóðernishyggju.“
Sagði prófessorinn og vísaði til þess að stjórn Trump hefði keypt allt það Remdesivir, lyf sem gagnast gegn COVID-19, sem hægt var að kaupa og vilji ekki deila því með öðrum ríkjum. Auk þess hafi stjórn Trump gengið hart fram í að reyna að tryggja sér einkarétt á bóluefni.
„Það væri barnalegt að halda að ekki verði barátta um að tryggja sér fyrsta bóluefnið sem virkar. En það er mikilvægt að það verði sanngjarn aðgangur að bóluefninu um allan heim.“
Sagði Shattock.