fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Breskir vísindamenn þróa bóluefni gegn kórónuveirunni – Óttast að Bandaríkin „taki það“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 20. júlí 2020 05:40

Mynd: Getty.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breskir vísindamenn vinna hörðum höndum að því að þróa bóluefni gegn kórónuveirunni sem veldur COVID-19. Robin Shattock, prófessor við Imperial College í Lundúnum, gegnir lykilhlutverki í þessari vinnu. Hann segist hafa fengið skilaboð um að ekki megi framleiða hugsanlegt bóluefni í Bandaríkjunum. Breska ríkisstjórnin óttast að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, „taki bóluefnið“ og leyfi ekki útflutning á því til annarra landa.

Sky skýrir frá þessu. Shattock hefur verið í lykilhlutverki við rannsóknir og þróun á bóluefni hjá Imperial College í Lundúnum. Í samtali við Sky sagði hann að ekki megi framleiða bóluefnið í Bandaríkjunum.

„Þetta er meðvituð stefna. Ríkisstjórnin hefur hvatt okkur til að tryggja að hægt sé að framleiða bóluefnið í Bretlandi. Aðvörunarbjöllur hringja vegna vaxandi þjóðernishyggju.“

Sagði prófessorinn og vísaði til þess að stjórn Trump hefði keypt allt það Remdesivir, lyf sem gagnast gegn COVID-19, sem hægt var að kaupa og vilji ekki deila því með öðrum ríkjum. Auk þess hafi stjórn Trump gengið hart fram í að reyna að tryggja sér einkarétt á bóluefni.

„Það væri barnalegt að halda að ekki verði barátta um að tryggja sér fyrsta bóluefnið sem virkar. En það er mikilvægt að það verði sanngjarn aðgangur að bóluefninu um allan heim.“

Sagði Shattock.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Getur hjátrúin sagt til um gestakomur?

Getur hjátrúin sagt til um gestakomur?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kínverskur njósnari fékk leyfi til að gefa út blaðamannaskírteini í Svíþjóð

Kínverskur njósnari fékk leyfi til að gefa út blaðamannaskírteini í Svíþjóð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Maðurinn á bak við umdeilda aðferð til að finna ódýrt flug sér ekki eftir neinu

Maðurinn á bak við umdeilda aðferð til að finna ódýrt flug sér ekki eftir neinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Forsetafrúin blótaði Elon Musk – „Ég er ekki hrædd við þig, fokkaðu þér Elon Musk”

Forsetafrúin blótaði Elon Musk – „Ég er ekki hrædd við þig, fokkaðu þér Elon Musk”
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rússar hoppandi illir: „Stórt skref í átt að þriðju heimsstyrjöldinni“

Rússar hoppandi illir: „Stórt skref í átt að þriðju heimsstyrjöldinni“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti