Tottenham komst snemma yfir með sjálfsmarki sem James Justin skoraði. Markið var þó dæmt ógilt af eftir skoðun VAR. Það breytti þó ekki miklu fyrir Tottenham því einungis mínútu eftir að sjálfsmarkið var dæmt ógilt þá skoraði Son Heung-min fyrir Tottenham.
Á 37. mínútu náði Harry Kane að koma boltanum í netið og kemur Tottenham í 2-0. Örfáum mínútum síðar skorar Kane annað mark sitt með frábæru skoti frá horni vítateigsins. Staðan var því 3-0 í hálfleik. Seinni hálfleikur var ekki jafn viðburðamikill og sá fyrri en hvorugt lið skoraði í seinni hálfleik, nóg var þó um tilraunir beggja liða.
Niðurstaðan er góður sigur fyrir Tottenham menn sem færast nær því að tryggja sér Evrópusæti. Þetta er hins vegar afar slæmt fyrir Leicester sem gæti misst Meistaradeildarsætið sitt yfir til Manchester United.