Þessa stundina situr Watford í 17. sæti ensku deildarinnar en liðið er einungis þremur stigum á undan Aston Villa og Bournemouth sem sitja í 18. og 19. sæti deildarinnar.
Pearson tók við Watford í desember síðastliðnum eftir að Quique Sanches Flores var rekin. Flores hafði þá tekið við Javi Garcia í september það sama ár. Pearson er því þriðji stjóri Watford sem er rekinn á þessu tímabili. Watford á erfiða leiki eftir í deildinni gegn Arsenal og Manchester City og ef liðið tapar þeim báðum á það á hættu að falla.
Þrátt fyrir að sitja í 17. sæti deildarinnar hefur Pearson gengið sæmilega síðan hann tók við liðinu. Undir stjórn hans hefur Watford sótt 25 punkta í 20 leiki en það er meira en Leicester, Newcastle, West Ham og 5 önnur lið hafa náð á sama tíma.