fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
433Sport

Kærasta Guðbjargar missti vinnuna eftir barneignarleyfið – „Það er frekar sorglegt að þau hafi ekki heyrt í mér“

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 19. júlí 2020 12:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsliðskonan Guðbjörg Gunnarsdóttir og Mia Jalkerud, kærasta hennar, eignuðust tvíburana William og Oliviu fyrr á árinu. Sænska blaðið Aftonbladet ræddi við þær í síðustu viku um barneignirnar og erfiðleikana í kringum þær. Fótbolti.net fjallaði um grein Aftonbladet í dag.

Það gekk erfiðlega fyrir Guðbjörgu að verða ólétt en hún fór í glasafrjóvgunarmeðferðir. Þær tóku mikið á og velti Guðbjörg um stund þeirri hugmynd fyrir sér að hætta í fótbolta. Hún faldi það bæði fyrir Djurgården, félagsliði sínu í Svíþjóð, og fyrir landsliðinu að hún væri að reyna að eignast barn. „Þetta tekur ekki bara á andlega. Þú ferð í mikið af sprautum og þú bólgnar upp. Í gegnum þetta ferli tekur flest fólk sér veikindaleyfi, en ég fór út á völlinn og æfa.“

Allt gekk þó upp og Guðbjörg varð ólétt og í dag er hún og Mia foreldrar. „Þetta var næstum því eins og kraftaverk,“ sagði Guðbjörg. „Ég hafði sagt að þetta yrði í síðasta skipti sem ég myndi reyna og svo fáum við tvíbura. Það var ánægjulegt.“

Nú er Guðbjörg byrjuð að æfa aftur með Djurgårde en Mia, sem var fyrirliði hjá Djurgården, hefur ekki fengið nýjan samning eftir að hafa tekið sér barneignarleyfi. „Ég hef gefið Djurgården mikið í gegnum árin. Það er frekar sorglegt að þau hafi ekki heyrt í mér,“ sagði Mia í samtali við Aftonbladet.

Guðbjörgu og Miu finnst að þörf sé á auknu starfsöryggi og meiri stuðning fyrir óléttar fótboltakonur. Landsliðskonan Sif Atladóttir hefur einnig opnað á umræður um málefnið en Sif komst nýverið í stjórn leikmannasamtaka sænsku deildarinnar. Þar ætlar hún að berjast fyrir auknum réttindum óléttra fótboltakvenna en innblásturinn fékk hún frá WNBA deildinni í Bandaríkjunum. „Það er ekki beint til einhver bæklingur um þetta til að hjálpa klúbbunum. Þetta er ótrúlegt skref fram á við í körfuboltanum í Bandaríkjunum og þar er ný reglugerð en þetta er eitthvað sem vantar í kvennaíþróttir og ekki bara í fótboltanum,“ sagði Sif í kjölfar þess að hún komst í stjórnina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

De Bruyne áfram á Englandi? – Enskt félag hefur samband

De Bruyne áfram á Englandi? – Enskt félag hefur samband
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Varpar sprengju fyrir mikilvæga leiki í Evrópu – Er opinn fyrir því að fara í sumar

Varpar sprengju fyrir mikilvæga leiki í Evrópu – Er opinn fyrir því að fara í sumar
433Sport
Í gær

Þessir þrír eru sagðir koma til greina hjá Tottenham sem næsti stjóri

Þessir þrír eru sagðir koma til greina hjá Tottenham sem næsti stjóri
433Sport
Í gær

Færist nær því að fara frá City í sumar og stóru seðlarnir eru á borðinu

Færist nær því að fara frá City í sumar og stóru seðlarnir eru á borðinu
433Sport
Í gær

Martröð hjá markverði Stjörnunnar í gær – Sjáðu mörkin átta í Garðabænum í gærkvöldi

Martröð hjá markverði Stjörnunnar í gær – Sjáðu mörkin átta í Garðabænum í gærkvöldi
433Sport
Í gær

Arteta í göngutúr með Win vekur kátínu hjá netverjum

Arteta í göngutúr með Win vekur kátínu hjá netverjum