Einn leikur fer fram í efstu deild kvenna í knattspyrnu í dag. Selfoss tekur á móti Þór/KA í sjöundu umferð mótsins. Leikurinn hefst klukkan 16:00 og verður hann í beinni útsendingu á Stöð 2 sport.
Selfoss og Þór/KA eru sem stendur í fjórða- og fimmta sæti deildarinnar. Selfoss er með sjö stig eftir fimm leiki og Þór/KA er með sex stig eftir fjóra leiki.
Þrír leikir fara fram á morgun. FH tekur á móti ÍBV klukkan 18:00. Bæði lið eru með þrjú stig eftir fimm leiki og því má búast við spennandi leik. Tveir leikir hefjast klukkan 19:15. Fylkir fær Stjörnuna í heimsókn og KR tekur á móti Þrótt Reykjavík. Fylkiskonur hefur gert vel í ár og eru þær í þriðja sæti með átta stig eftir fjóra leiki. Stjarnan situr í sjötta sæti með sex stig eftir sex leiki. KR er á botninum með þrjú stig eftir fjóra leiki og Þróttur er í sjöunda sæti með fimm stig eftir fimm leiki.
Umferðin klárast á þriðjudaginn með toppslag Breiðabliks og Vals. Valur trónir á toppi deildarinnar með 16 stig eftir sex leiki. Breiðablik er í öðru sæti með 12 stig eftir fjóra leiki. Valur varð af sínum fyrstu stigum í síðustu umferð þegar þær gerðu jafntefli við Fylki. Breiðablik er enn með fullt hús stiga.