fbpx
Mánudagur 28.apríl 2025
Fréttir

Arnar segir forsendur rekstrarins brostnar – „Afarkostir sem ekki er hægt að sætta sig við“

Sóley Guðmundsdóttir
Laugardaginn 18. júlí 2020 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þjóðvegur Vestmannaeyinga er alla jafna opinn. Hann er þó lokaður á nóttunni og oftast á milli klukkan 13:15 og 17:00. Þjóðvegurinn er ferjan Herjólfur.

Í júlímánuði hefur þjóðvegurinn verið meira lokaður en venjulega. Undirmenn á Herjólfi eru í verkfalli. Engar ferðir voru sigldar dagana 7., 14. og 15. júlí. Önnur vinnustöðvun hefur verið boðuð dagana 21.-23. júlí og verða engar ferðir sigldar ef ekki tekst að semja fyrir þann tíma. Hægt er að lesa frétt um málið sem birtist í síðustu viku hér.

Herjólfur er undirstaða ferðaþjónustu í Vestmannaeyjum

Arnar Pétursson skrifaði pistil um málið sem birtist á Vísir.is í gær.

„Alvarleg staða ríkir í samgöngumálum okkar Eyjamanna. Herjólfur er okkar þjóðvegur og gegnir lykilhlutverki í samgöngum við Eyjar. Herjólfur er á sama tíma undirstaða ferðaþjónustu í Vestmannaeyjum og stjórn Herjólfs gerir ráð fyrir ákveðnum fjölda ferðamanna í sínum rekstraráætlunum. Rétt eins og hótel, veitingastaðir, verslanir og önnur fyrirtæki sem hafa lifibrauð sitt af þjónustu við ferðamenn sem heimsækja Vestmannaeyjar rær Herjólfur ohf. lífróður. Forsendur rekstrarins eru brostnar, eigið fé félagsins uppurið og í vor var staðan orðin þannig að án aðkomu Vegagerðarinnar og stuðnings úr neyðarsjóði fjármálaráðuneytisins hefði aldrei verið hægt að halda úti áætlun með sex ferðum daglega í sumar.“ Svona byrjar pistill Arnars.

Mikið tap

Arnar heldur áfram og segir frá því að taprekstur ársins verði 350-400 m.kr. ef spár ganga eftir og segir hann nauðsynlegt að ríkisvaldið komi með frekari framlög umfram þær 650 m.kr. sem kveðið er á um í þjónustusamningi milli Vestmannaeyjabæjar og Vegagerðarinnar.

Eina ferðaþjónustufyrirtækið sem stendur í verkfallsátökum

Ólíkt mörgum öðrum ferðaþjónustufyrirtækjum hefur Herjólfur ohf. ekki gripið til uppsagna eða launalækkana. Herjólfur ohf. er eina ferðaþjónustufyrirtækið sem stendur í verkfallsátökum við Sjómannafélag Íslands (SÍ). Meðal krafa er að vinnumánuður verði styttur um 25% án launaskerðingar. Kostar þetta félagið 175 m.kr. ef gert er ráð fyrir að sama gangi yfir alla starfsmenn um borð.

Arnar segir að ræða megi forsendubrest við ríkisvaldið á þjónustusamningi á milli Vestmannaeyjabæjar og Vegagerðarinnar og bætur vegna hans. Bætur vegna launahækkana langt umfram það sem um hefur samist á almennum vinnumarkaði verði torsóttar.

Afarkostir að fækka ferðum og hækka fargjöld

Arnar nefnir þá afarkosti að fækka ferðum og hækka fargjöld. Hann segir það eitthvað sem ekki er hægt að sætta sig við.

Ríkissáttasemjari sem síðast var í sambandi við deiluaðila þann 16. júlí telur ekki ástæðu til að halda formlega fundi eins og er þar sem SÍ heldur fast í sínar kröfur.

Arnar hvetur félagsmenn SÍ sem starfa á Herjólfi að kynna sér kjarasamninginn sem þeim stendur til boða og er í samræmi við kjarasamning sem þorri launamanna á Íslandi hefur samþykkt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Gróflega misboðið yfir „veruleikafirrtri“ auglýsingu SFS með ósmekklegu leikaravali – „Þetta er sjúkt“

Gróflega misboðið yfir „veruleikafirrtri“ auglýsingu SFS með ósmekklegu leikaravali – „Þetta er sjúkt“
Fréttir
Í gær

Hinrik hefur átt erfitt með kaþólsku kirkjuna eftir sláandi reynslu – „Ég horfði á vin minn og sá grátbólgin augun og reiðina í andliti hans“

Hinrik hefur átt erfitt með kaþólsku kirkjuna eftir sláandi reynslu – „Ég horfði á vin minn og sá grátbólgin augun og reiðina í andliti hans“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ferill Þorsteins er litaður gjaldþrotum og skattsvikum – Félag hans hlaut stærsta niðurrifsverkefni Íslandssögunnar

Ferill Þorsteins er litaður gjaldþrotum og skattsvikum – Félag hans hlaut stærsta niðurrifsverkefni Íslandssögunnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þurfti að eyða stórfé í tannviðgerðir en fékk enga miskunn frá Skattinum

Þurfti að eyða stórfé í tannviðgerðir en fékk enga miskunn frá Skattinum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ísraelar birtu samúðarkveðju vegna páfa en eyddu henni síðan og bönnuðu ríkisstofnunum að senda slíkar kveðjur

Ísraelar birtu samúðarkveðju vegna páfa en eyddu henni síðan og bönnuðu ríkisstofnunum að senda slíkar kveðjur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hjálmar lætur Sigríði Dögg finna fyrir því – „Þetta er bara toppurinn á ísjakanum“

Hjálmar lætur Sigríði Dögg finna fyrir því – „Þetta er bara toppurinn á ísjakanum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingar lýsa því hvernig þeir komust inn á húsnæðismarkaðinn – „Ég á ekki von á að þau vilji neitt til baka“

Íslendingar lýsa því hvernig þeir komust inn á húsnæðismarkaðinn – „Ég á ekki von á að þau vilji neitt til baka“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Óhugnaður í Urriðaholti: Hafliði hrakti húsbrotsmenn á flótta

Óhugnaður í Urriðaholti: Hafliði hrakti húsbrotsmenn á flótta