fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024

Kári minnist Helgu: „Ég mun finna fyrir fjarveru þinni það sem ég á eftir ólifað“

Auður Ösp
Fimmtudaginn 21. desember 2017 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég vildi að ég tryði á þennan guð þótt ekki væri nema vegna þess að þá vissi ég að það hefði verið vel tekið á móti þér hinum megin við móðuna miklu.“ Þetta ritar Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar í einlægu og fallegu bréfi sem hann ritar til systur sinnar, Helgu Stefánsdóttir en Helga lést á líknardeild Landspítalans þann 6.desember síðastliðinn.

Helga Stefánsdóttir fæddist í Reykjavík 26. júlí 1945 og ólst hún upp og bjó mestalla sína tíð í miðbæ Reykjavíkur. Hún lauk námi frá Kennaraskólanum og starfaði um árabil með hléum sem kennari bæði við barna- og gagnfræðaskóla. Að kennaranámi loknu starfaði hún lengi sem flugfreyja, fyrst hjá Flugfélagi Íslands og síðar Loftleiðum. Þá starfaði Helga um árabil í gestamóttöku Hótel Loftleiða og í nokkur ár sem skrifstofustjóri hjá Íslenskum lyfjarannsóknum. Helga starfaði allt undir það síðasta sem kennari við Melaskóla.

Bréf Kára til Helgu birtist á minningargreinasíðum Morgunblaðsins en útför hennar fer fram frá Dómkirkjunni í dag.

„Ég ætla að byrja á því elsku systir að segja þér að ég á engin orð sem ná utan um það æðruleysi sem þú sýndir eftir að þú lasnaðist og þurftir að horfast í augu við dauðann á hverjum degi. Auðvitað vannstu ekki störukeppnina, vegna þess að dauðinn er með þeim galla gerður að hann kann ekki að blikka. En þú blikkaðir ekki heldur og hélst reisn þinni og gleði og mýkt og varst okkur öllum til óendanlegrar ánægju allt fram í andlátið.“

Þá rifjar Kári upp seinustu stundirnar sem þau systkinin áttu saman:

„Ég var svo heppinn að koma til þín um miðnætti daginn áður en þú lést og þú settist upp í rúminu og við töluðum um lífið og tilveruna og meðan á því stóð hringdi hún Sólveig dóttir mín sem var að koma frá London til þess að hitta þig. Hún bað mig að skila því til þín að hún myndi koma til þín morguninn eftir. Þú brást við því með því að segja: “Nei, hún á að koma núna”. Sólveig kom og þið áttuð ótrúlega fallegan fund og við föðmuðumst og hlógum og ég held að okkur hafi tekist að láta væntumþykju vera það alls eina sem var til í heiminum á þeirri stundu.

Ég efast ekki um að þú manst eftir bók sem heitir Svo mikið veit ég, eftir bandaríska rithöfundinn Wally Lamb. Hún endar á þessari setningu: “Fjölskylda mín hefur kennt mér þrennt, að kærleikurinn spretti upp úr djúpum jarðvegi fyrirgefningar, að blendingar séu góðir hundar og að staðfestinguna á tilvist guðs sé að finna í mýktinni.” Það var svo ótrúlega mikil mýkt í nærveru þinni og í öllu sem þú gerðir, meiri en ég hef fundið fyrir annars staðar, þannig að ef ég tryði á guð væri það sjálfsagt þér að kenna. Síðast þegar þú komst í heimsókn til mín upp á Vatnsenda sastu í sófanum hvíta og horfðir til austurs út um stóra glugga og dásamaðir útsýnið. Daginn eftir sat ég í sama sófa og horfði á sólarupprásina og lét hana plata mig til þess að semja eftirfarandi ljóð:

Þegar himininn heiðskýr
og glóandi af morgunroða
vefur sig utan um
það
sem ætíð er fagurt
og blítt
verður úr því enn meiri og annars konar fegurð
og blíða
sem fá mig til að doka við
og hætta öllu
nema kannski
hægum andardrætti
og segja stundarhátt
við sjálfan mig
og það
sem blasir við augum:
Þessi hugmynd
um að til sé algóður guð
er alls ekki svo galin.

Þá ritar Kári að lokum:

„Nú ef efasemdir mínar um tilvist guðs reynast réttar þá gerir það í sjálfu sér ekkert til, vegna þess að þú verður alltaf hérna í mannheimi endurborin í afkomendum þínum, þeim sem eru til í dag og þeim sem munu fæðast síðar. Þannig heldur lífið okkar áfram þótt við deyjum og er bæði með okkur og án í sömu andrá. Elsku systir mín góða ég er vissum að ég mun finna fyrir fjarveru þinni það sem ég á eftir ólifað, þótt ég vonist til þess að geta af og til séð einstaka hreyfingu og svip sem tilheyra þér og fundið fyrir mýktinni þinni með því að umgangast afkomendur þína. Það breytir því hins vegar ekki að heimurinn er nú allur annar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Gaf Díegó í jólagjöf

Nýlegt

Bellingham valinn bestur
Gaf Díegó í jólagjöf
Eyjan
Fyrir 10 klukkutímum

Orðið á götunni: Þau leynast víða vinstri slysin – enn á ný horfa sjálfstæðismenn til vinstri

Orðið á götunni: Þau leynast víða vinstri slysin – enn á ný horfa sjálfstæðismenn til vinstri
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Byrjunarlið Arsenal og Manchester City í kvöld – Komast þeir á beinu brautina?

Byrjunarlið Arsenal og Manchester City í kvöld – Komast þeir á beinu brautina?
Pressan
Fyrir 10 klukkutímum

Varpar ljósi á hvernig líf dóttur hennar hefur breyst eftir heimskupör ungs ökumanns

Varpar ljósi á hvernig líf dóttur hennar hefur breyst eftir heimskupör ungs ökumanns
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum
Bellingham valinn bestur
Fókus
Fyrir 11 klukkutímum

Óheppileg mistök Costco vekja athygli Íslendinga – „Hver setur stól í örbylgjuofn?“

Óheppileg mistök Costco vekja athygli Íslendinga – „Hver setur stól í örbylgjuofn?“
Pressan
Fyrir 11 klukkutímum

Ofbeldismaðurinn fór að væla þegar þolandinn svaraði fyrir sig

Ofbeldismaðurinn fór að væla þegar þolandinn svaraði fyrir sig
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum
Gaf Díegó í jólagjöf
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Kostnaður við endurbætur og stækkun Seðlabankans fram úr áætlunum

Kostnaður við endurbætur og stækkun Seðlabankans fram úr áætlunum
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Össur segist hafa efasemdir um meðalgreindina í Valhöll eftir fjaðrafokið í stóra-brandaramálinu – „Herra trúr!“

Össur segist hafa efasemdir um meðalgreindina í Valhöll eftir fjaðrafokið í stóra-brandaramálinu – „Herra trúr!“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Koma Andra Rúnars staðfest í Garðabæ

Koma Andra Rúnars staðfest í Garðabæ
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Hneyksli David Beckham: Gleðikona frá Ástralíu var í spilinu – „David var magnaður elskhugi“

Hneyksli David Beckham: Gleðikona frá Ástralíu var í spilinu – „David var magnaður elskhugi“