Tveir jarðskjálftar mældust norður af Grindavík rétt fyrir klukkan sex í morgun samkvæmt Veðurstofu Íslands. Skjálftarnir voru að stærðinni 3,2 og 4,1. Vart var við báða skjálftana í Grindavík og Keflavík. Um 40 eftirskjálftar hafa mælst á svæðinu.
Jarðskjálftar hafa reglulega mælst á þessu svæði í vetur.