fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fréttir

Icelandair skýrir stöðuna – Ætla að ræða við íslenskt stéttarfélag og verkfall „óhugsandi“

Jón Þór Stefánsson
Föstudaginn 17. júlí 2020 19:55

Ernir Eyjólfsson - Flugvélafloti Iceland Air á Keflavíkurflugvelli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Blaðamaður DV sendi síðdegis tölvupóst á Icelandair með nokkrum spurningum til að skýra stöðu mála hjá félaginu, en líkt og greint var frá í dag þá hefur Icelandair slitið samningaviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands, auk þess sem öllum flugfreyjum og flugþjónum verður sagt upp.

Í kjölfarið hefur Flugfreyjufélag Íslands lýst því yfir að umfangsmiklar verkfallsaðgerðir muni eiga sér stað. Þá hefur stjórn og trúnaðarráð FFÍ samþykkt að boða allsherjarvinnustöðvun félagsmanna hjá Icelandair. Atkvæðagreiðsla félagsmanna mun hefjast föstudaginn 24. júlí og standa yfir til 27. júlí.

Í svörum sem bárust til DV frá Icelandair í kvöld kemur fram að Iclandair hyggist ræða við íslenskt stéttarfélag, til þess að halda sig á íslenskum vinnumarkaði. Auk þess skýrðu svör Icelandair þá ákvörðun að láta flugmenn starfa sem Cabin Crew. Einnig kemur fram að Icelandair telji það „óhugsandi“ að starfsmenn fari í verkfall „miðað við stöðuna í þjóðfélaginu“.

Hér að neðan má sjá spurningar DV og svör Icelandair:

Veistu hvort verkfallsboðunin gildi yfir flugfreyjur Air Iceland Connect?

„Icelandair hefur ekki fengið formlega verkfallsboðun. Air Iceland Connect var ekki aðili að kjaradeildu Icelandair og FFÍ. Við höfum þó sagt að við teljum óhugsandi að starfsmenn fari í verkfall á þessum tímapunkti miðað við stöðuna í þjóðfélaginu.“

Hver eru áhrif verkfallsins, fyrst Icelandair segist ætla að nota flugmenn í cabin crew frá og með mánudeginum?

„Icelandair hefur ekki fengið formlega verkfallsboðun. Það hefur hins vegar verið tekin ákvörðun um að manna stöður um borð í flugvélum félagsins án aðkomu félagsmanna FFÍ frá og með mánudeginum en sú ákvörðun var tekin án þess að nein umræða um verkfall hafði farið af stað. Verkfall snýst almennt um það að starfsmenn leggi niður störf en þar sem ekki hefur verið óskað eftir vinnuframlagi núverandi flugfreyja og flugþjóna frá og með mánudeginum þá hefði slíkt verkfall ekki áhrif á starfsemi félagsins.“

Verður þetta ekki til þess að launakostnaður ykkar í uppsagnarfrestinum lækkar?

„Ef verkfall verður boðað þá falla almennt niður skyldur atvinnurekenda og launþega samkvæmt ráðningarsambandi, þ.e. bæði skyldan til þess að greiða laun og inna af hendi störf.

Hvaða „nýja stéttarfélag“ er þetta sem þið vísið til í tilkynningu ykkar í morgun?

„Það var ekki vísað til neins sérstaks stéttarfélags heldur þess að Icelandair hyggst starfa áfram á íslenskum vinnumarkaði og mun því leitast við að tala við annan samningsaðila á hinum íslenska vinnumarkaði.

Verið er að skoða ýmsa möguleika en ekki er tímabært að gefa meira upp um það að svo stöddu. En taka má fram að til stendur að ræða við íslenskt stéttarfélag.“

Ops sendi póst á flugmenn í dag þar sem talað var um að þeir ættu að gefa sig fram sem vilja vera öryggisfulltrúar um borð – verða þeir þá ráðnir sem „öryggisfulltrúar;“ eða flugmenn og nýttir sem öryggisfulltrúar?

„Þjálfun flugmanna er yfirgripsmikil og tekur á þeim öllum þeim þáttum sem snúa að almennu flugöryggi um borð í flugvélinni. Flugmenn munu sinna störfum öryggisliða en eru ekki ráðnir sérstaklega sem öryggisliðar, heldur vinna þeir þau störf sem farið er fram á í samræmi við kjarasamninga og flugrekstrarhandbók.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sýknaður að hluta eftir bílaeltingaleik í Kjós – Þótti ekki líklegur til stórræða á 19 ára gömlum bíl

Sýknaður að hluta eftir bílaeltingaleik í Kjós – Þótti ekki líklegur til stórræða á 19 ára gömlum bíl
Fréttir
Í gær

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Valur líkir ferð Sigmundar Davíðs í VMA við æluferð Ásmundar Einars

Björn Valur líkir ferð Sigmundar Davíðs í VMA við æluferð Ásmundar Einars