Matic deildi myndbandi á samfélagsmiðlinum þar sem hann kallar á leigubíl og þá má sjá Pogba koma og sækja hann á litlum bíl. „Ég mæli mjög með þessum leigubílstjóraþjónustu, sú besta í Bretlandi. Mjög vinalegur og hjálpsamur leigubílstjóri.“
Í myndbandinu spyr Pogba hvert förinni er heitið og svarar Matic að hann sé á leiðinni í matsalinn til að fá sér hádegismat. Þegar komið er á áfangastað grínast þeir liðsfélagarnir áfram og segir Pogba meðal annars að Matic þurfi ekkert að borga fyrir farið.
Pogba hefur verið meiddur í dágóðan tíma og hafa verið miklar vangaveltur um það hvort hann sé á förum frá United. Útlit er þó fyrir því að það verði ekki raunin en líklegt þykir að Pogba skrifi undir nýjan langtímasamning við liðið fljótlega.