fbpx
Föstudagur 25.apríl 2025
Fréttir

Flugfreyjur stefna í „tafarlausar og víðtækar verkfallsaðgerðir“

Jón Þór Stefánsson
Föstudaginn 17. júlí 2020 16:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flugfreyjufélag Íslands (FFÍ) hefur birt yfirlýsingu vegna viðræðuslita Icelandair og félagsins, en í dag var öllum flugfreyjum Icelandair sagt upp störfum vegna slitanna. Í yfirlýsingunni kemur fram að FFÍ ætli í tafarlausar og víðtækar verkfallsaðgerðir.

Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands segir afstöðu og viðhorf Icelandair í málinu vera til skammar.

Yfirlýsinguna má lesa hér að neðan:

„Stjórn og trúnaðarráð Flugfreyjufélags Íslands (FFÍ) fordæmir óvænt og einhliða viðræðuslit Icelandair sem birt voru í fjölmiðlum í dag. Afstaða Icelandair setur FFÍ í þá afleitu stöðu að þurfa að hefja undirbúning að tafarlausum og víðtækum verkfallsaðgerðum. FFÍ er aðili að Alþýðusambandi Íslands og alþjóðlegum verkalýðssamtökum og hefur fullan stuðning við aðgerðir sínar þar. Samstöðuaflinu verður beitt af fullum þunga.

„Það eru gríðarleg vonbrigði að Icelandair kalli eftir því að flugmenn gangi í störf félagsmanna FFÍ og ég neita að trúa því fyrr en ég tek á því að vinnufélagar okkar muni koma þannig fram við samstarfsfélaga sína um árabil. Afstaða og viðhorf Icelandair í málinu eru til skammar og ég hef trú á að almenningur tekur slíkri lítilsvirðingu við launafólk ekki þegjandi og hljóðalaust,“ segir Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands.

Icelandair hefur á undanförnum mánuðum þegið háar fjárhæðir úr opinberum sjóðum og FFÍ væntir þess að málið verði tekið fyrir á vettvangi stjórnvalda hið fyrsta og geri þá kröfu til stjórnenda fyrirtækisins að þeir virði lög og leikreglur á íslenskum vinnumarkaði.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Kynferðisbrotamaður framseldur frá Íslandi – Dæmdur fyrir brot gegn barnungri stúlku í heimalandinu

Kynferðisbrotamaður framseldur frá Íslandi – Dæmdur fyrir brot gegn barnungri stúlku í heimalandinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðni rifjar upp samtal: „Við hlustuðum ekki frekar en fyrri daginn“ – Segir lýsingar Úlfars vera sláandi

Guðni rifjar upp samtal: „Við hlustuðum ekki frekar en fyrri daginn“ – Segir lýsingar Úlfars vera sláandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Musk er í miklum mótvindi

Musk er í miklum mótvindi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rússar segjast vera að hjálpa særðum hermönnum sínum – En tilgangurinn er skelfilegur

Rússar segjast vera að hjálpa særðum hermönnum sínum – En tilgangurinn er skelfilegur