fbpx
Þriðjudagur 28.janúar 2025
Eyjan

Arion Banki ætlar í hart við Fjármálaeftirlitið

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 17. júlí 2020 16:06

Aðsend mynd

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands (FME) hefur ákveðið að sekta Arion banka um 87,7 milljónir króna á grundvelli þess að bankinn hafi ekki birt innherjaupplýsingar nægjanlega tímalega. Arion Banki ætlar að í dómsmál við FME til að freista þess að fá ákvörðuninni hnekkt.

 Snemma í september 2019 tilkynnti Arion banki til FME að innan bankans væru til staðar innherjaupplýsingar og að bankinn myndi nýta heimild í lögum til að fresta birtingu þeirra. Upplýsingarnar snertu skipulagsbreytingar innan bankans og þá einkum fjárhagslegum áhrifum þeirra.

Í fréttatilkynningu frá Arion banka um málið segir:

„Þann 22. september 2019 birtist umfjöllun á vefmiðlinum mannlif.is þar sem fullyrt var að skipulagsbreytingar stæðu fyrir dyrum hjá Arion banka. Bar bankanum á þeim tímapunkti að meta hvort um brot á trúnaði væri að ræða. Þar sem  umfjöllun vefmiðilsins hafði að geyma veigamikið misræmi frá þeim upplýsingum sem bankinn bjó yfir og þar var ekki að finna upplýsingar um fjárhagsleg áhrif aðgerðanna var það mat bankans að enn ríkti trúnaður um fyrirhugaðar aðgerðir. Taldi bankinn að umfjöllun vefmiðilsins fæli í sér getgátur byggðar á þegar birtum upplýsingum en haustið 2019 hafði ítrekað birst umfjöllun í fjölmiðlum um að vænta mætti breytinga og hagræðingar í rekstri bankans. Af þessu leiddi að skilyrði fyrir frestun á birtingu innherjaupplýsinga voru enn uppfyllt að mati bankans.

 FME er ósammála skilningi bankans og sektar því Arion banka á grundvelli þess að bankinn hafi ekki birt innherjaupplýsingar nægjanlega tímanlega. FME bauð Arion banka að gera sátt í málinu sem bankinn hafnaði þar sem hann telur sig hafa farið að lögum. Í ákvörðun FME segir ennfremur að við ákvörðun sektarfjárhæðar hafi verið litið til fyrri sekta bankans en Arion banki hefur þó aldrei áður hlotið áminningu eða sekt vegna upplýsingagjafar í kauphöll.

 Sem fyrr segir hyggst Arion banki höfða mál til ógildingar á ákvörðun FME en heimildir útgefanda til frestunar á birtingu innherjaupplýsinga eru matskennt lögfræðilegt álitaefni sem ekki hefur áður reynt á fyrir íslenskum dómstólum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Nýr naflastrengur

Óttar Guðmundsson skrifar: Nýr naflastrengur
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland: Árásirnar á okkur grímulaust einelti – sjálfstæðismenn vilja fela eigin vandræði

Inga Sæland: Árásirnar á okkur grímulaust einelti – sjálfstæðismenn vilja fela eigin vandræði