Teitur Magnússon náði myndbandi af „stærðeflisbjörgum“ renna niður hlíðina fyrir ofan Hjallaveg í Ísafjarðarbæ.
Miklar skriður hafa verið þar í dag en blessunarlega ekkert eignatjón orðið vegna þeirra. Lögreglan á Vestfjörðum hefur varað við skriðuhættu vegna rigninganna í nótt og í dag. Eitthvað tjón hefur orðið vegna rigningarinnar og vatnavaxta, þó lítið sé. Tjaldsvæðið í Tunguskógi var rýmt og göngubrú yfir Buná rofin fyrr í dag.
Myndbandið má sjá hér, en DV birtir það með leyfi Teits.