fbpx
Föstudagur 25.apríl 2025
433Sport

„Hvernig er það þá glæpur?“ spyr Jakob Bjarnar – „Svarið blasir auðvitað við“

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 17. júlí 2020 17:00

Til vinstri: Jakob Bjarnar - Til hægri Andrea Rán, skjáskot úr kvöldfréttum RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fréttir um Andreu Rán Snæfeld Hauksdóttir, knatttspyrnukonu í Breiðabliki, vöktu mikla athygli í gær. Andrea greindist með Covid-19 og varð það til þess að mikill fjöldi þurfti að fara í sóttkví ásamt því sem leikjum í Pepsi Max-deild kvenna var frestað.

Fótbolti.net birti nafn Andreu í frétt sinni um málið og var nafn hennar birt í öðrum fjölmiðlum í kjölfarið. Andrea kenndi þá sjálfri sér um og leið ömurlega. RÚV fjallaði um málið í gær og kom þar fram að fjölskylda Andreu væri búin að kæra Fótbolta.net til Persónuverndar og Blaðamannafélagsins fyrir mynd- og nafnbirtinguna. Málið er nú í ferli þar.

„Hvernig komumst við þangað?“

Jakob Bjarnar Grétarsson, fréttamaður Vísis, veltir þessu fyrir sér í færslu sem hann birti í Facebook-hópnum Fjölmiðlanördar. „Hvernig má það vera að ung kona vilji kenna sjálfri sér um að hafa fengið þennan kórónaveirusjúkdóm?“ spyr Jakob. „Hvernig komumst við þangað? Og af hverju telur hún og þeir sem standa henni næst það ígildi sakbendingar, dóms og refsingar að nafn hennar sé nefnt í því samhengi?“

Hann segir það kannski vera vegna þess að tveir af stærstu fjölmiðlum landsins, mbl.is og RÚV, hafi tekið viðtal við Andreu og birt þessi sjónarmið athugasemdarlaust. „Eins og þau séu hin eðlilegustu?“

„Hvernig er það þá glæpur?“

Jakob segist hafa ríka samúð með Andreu. „En bagalegt er að þessi afstaða og viðurkenning á henni hlýtur að viðhalda skaðlegum furðuhugmyndum um fjölmiðla, hugmyndum sem samkvæmt þessu eru því miður viðteknar hér á Íslandi. Að það sé ekki síður hlutverk fjölmiðla að halda upplýsingum frá almenningi en að miðla þeim. Og þeir eigi að vega það og meta hverju sinni. Og viðmiðið virðist vera hvað einhverjum sem enginn veit hver er kann hugsanlega að finnast í fávisku sinni. Því ekkert annað stenst skoðun.“

Hann segir fjölmiðla hafa fyrir löngu misst hliðvörsluhlutverk sitt, það sé ekki lengur hlutverk fjölmiðla að ákveða hvað heyrir til opinberrar birtingar. „Nú veit ég ekkert um það en ekki er ólíklegt að þetta nafn hafi verið birt á netinu. Það er þá opinber birting. Hvernig er það þá glæpur Fótbolti.net að greina frá því fyrir sína lesendur?“

„Ég vona sannarlega að siðanefnd BÍ standist prófið.“

Að lokum vitnar Jakob í athugasemd frá Tóta nokkrum.  „Dettur einhverjum í hug að „uppruna smitsins mátti rekja til fótboltakonu í Breiðablik, sem var nýkomin heim frá Bandaríkjunum…“ sé ígildi nafnleyndar?“ spurði Tóti um málið. Þá veltir hann fyrir sér hvernig það hefði þá átt að segja þessa frétt. „Svarið blasir auðvitað við,“ segir Jakob. „En hér viljum við halda fjölmiðlum í þeirri stöðu að vera einhvers konar kirkja falsks tepruskapar. Ég vona sannarlega að siðanefnd BÍ standist prófið.“
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

De Bruyne áfram á Englandi? – Enskt félag hefur samband

De Bruyne áfram á Englandi? – Enskt félag hefur samband
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Varpar sprengju fyrir mikilvæga leiki í Evrópu – Er opinn fyrir því að fara í sumar

Varpar sprengju fyrir mikilvæga leiki í Evrópu – Er opinn fyrir því að fara í sumar
433Sport
Í gær

Þessir þrír eru sagðir koma til greina hjá Tottenham sem næsti stjóri

Þessir þrír eru sagðir koma til greina hjá Tottenham sem næsti stjóri
433Sport
Í gær

Færist nær því að fara frá City í sumar og stóru seðlarnir eru á borðinu

Færist nær því að fara frá City í sumar og stóru seðlarnir eru á borðinu
433Sport
Í gær

Martröð hjá markverði Stjörnunnar í gær – Sjáðu mörkin átta í Garðabænum í gærkvöldi

Martröð hjá markverði Stjörnunnar í gær – Sjáðu mörkin átta í Garðabænum í gærkvöldi
433Sport
Í gær

Arteta í göngutúr með Win vekur kátínu hjá netverjum

Arteta í göngutúr með Win vekur kátínu hjá netverjum