Veiðin í mörgum ám hefur verið ágæt en ekki í öllum eins og gengur og gerist. Fiskurinn er sum staðar tregur og tekur bara illa,“ sagði veiðimaður sem var að koma úr Borgarfirði með einn lax í skottinu. En mikið hefur verið rætt um hvað laxinn er tregur að taka.
,,Sumar veiðiár er góðar en minna af fiski í öðrum. Það er staðan núna en hann spáir mikilli úrkomu og við skulum sjá hvað gerist á allra næstu dögum,“ sagði veiðimaðurinn ennfremur.
Eystri Rangá hefur gefið yfir 1600 laxa fram að þessu og trónir í efsta sætinu. Urriðafoss í Þjórsá er með 640 laxa, svo Ytri Rangá með 600 laxa, Norðurá í Borgarfirði að komast í 500 laxa og síðan Miðfjarðará með 340 laxa. Svo fátt eitt sé tínt til af veiðiám landsins.
Veiði á stórum hluta Norðurlands er bara róleg og ekkert flóknara en það. En allt getur nú batnað á nokkrum dögum, það er allavega að fara að rigna mikið.