Duff var partur af Chelsea liðinu sem gerði það gott í ensku deildinni undir stjórn Jose Mourinho. Þrátt fyrir að liðið hafi verið virkilega gott á vellinum þá stoppaði það liðsmenn ekki í gleðinni utan vallar samkvæmt því sem Duff segir í hlaðvarpinu. Áfengið hafi átt hluta í velgengninni þar sem það pakkaði liðinu þétt saman.
„Jafnvel þegar við vorum að spila 60-70 leiki á tímabili, þá fórum við á djammið og helltum í okkur,“ segir Duff. „Við vorum alltaf á djamminu, sumir af útlensku strákunum komu stöku sinnum með en ekki alltaf.“
Þá segir Duff að Bresku strákarnir í liðinu hafi farið reglulega út en hann tekur það einnig sérstaklega fram að Eiður hafi ávallt verið með í för. „Þetta var svona í hverri viku, þetta var normið.“
Liðið á þessum tíma var skipað enskum kanónum eins og John Terry, Frank Lampard og Wayne Bridge. Duff segir að þeir hafi kallað sig „The Bulldogs“ á djamminu, eða bolabítarnir. „Eiður var partur af þeim hóp.“