fbpx
Föstudagur 25.apríl 2025
433Sport

Fyrrum liðsfélagi Eiðs Smára uppljóstrar um mikla drykkju liðsins – „Eiður var partur af þeim hóp“

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 17. júlí 2020 09:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Damien Duff, fyrrum leikmaður Chelsea, var gestur í hlaðvarpinu Open Goal á dögunum. Þar uppljóstrar hann um mikla drykkjumenningu sem var til staðar í búningsklefanum á þessum árum. Daily Mail greinir frá þessu.

Duff var partur af Chelsea liðinu sem gerði það gott í ensku deildinni undir stjórn Jose Mourinho. Þrátt fyrir að liðið hafi verið virkilega gott á vellinum þá stoppaði það liðsmenn ekki í gleðinni utan vallar samkvæmt því sem Duff segir í hlaðvarpinu. Áfengið hafi átt hluta í velgengninni þar sem það pakkaði liðinu þétt saman.

„Jafnvel þegar við vorum að spila 60-70 leiki á tímabili, þá fórum við á djammið og helltum í okkur,“ segir Duff. „Við vorum alltaf á djamminu, sumir af útlensku strákunum komu stöku sinnum með en ekki alltaf.“

Þá segir Duff að Bresku strákarnir í liðinu hafi farið reglulega út en hann tekur það einnig sérstaklega fram að Eiður hafi ávallt verið með í för. „Þetta var svona í hverri viku, þetta var normið.“

Liðið á þessum tíma var skipað enskum kanónum eins og John Terry, Frank Lampard og Wayne Bridge. Duff segir að þeir hafi kallað sig „The Bulldogs“ á djamminu, eða bolabítarnir. „Eiður var partur af þeim hóp.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Rashford opinn fyrir endurkomu

Rashford opinn fyrir endurkomu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Nafngreinir tvo heimsfræga menn sem tóku upp kynlífsmyndband: Var sjálfur mjög ósáttur – ,,Stelpan var miður sín“

Nafngreinir tvo heimsfræga menn sem tóku upp kynlífsmyndband: Var sjálfur mjög ósáttur – ,,Stelpan var miður sín“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum
Vardy kveður í sumar
433Sport
Í gær

Heimsfrægur maður nær óþekkjanlegur – Sjáðu hvernig hann lítur út í dag

Heimsfrægur maður nær óþekkjanlegur – Sjáðu hvernig hann lítur út í dag
433Sport
Í gær

Segja hinn afar eftirsótta strák nálægt því að taka ákvörðun

Segja hinn afar eftirsótta strák nálægt því að taka ákvörðun