fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Þess vegna áttu aldrei að skipta á rúminu á morgnana

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 19. júlí 2020 10:00

Það þarf að þrífa þvottavélar. Mynd:Lindsey McIver

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hve oft á maður að skipta um rúmföt? Flestir hafa eflaust spurt sig þessarar spurningar einhvern tíma – og svarið er kannski ekki alveg augljóst.

Rúmið er einn mikilvægasti staðurinn í húsinu. Við eyðum stórum hluta lífs okkar í rúminu, þar fáum við þá hvíld sem líkaminn þarf á að halda. Hve mikla hvíld við þurfum fer eftir aldri og því hvað við höfum hreyft okkur mikið, enginn getur þó lifað af án svefns í langan tíma. Þess vegna er afar mikilvægt að vel fari um líkamann í rúminu.

Rúmfötin

Eitt af því sem fólk veltir oft fyrir sér, er hve oft á að skipta um rúmföt. Það getur reyndar verið misjafnt og farið eftir aðstæðum.

Ef maður er veikur, eða með ung börn sem sofa upp í, ætti að að skipta oftar. Það sama gildir ef maður sefur nakinn eða fer sjaldan í bað.

Maurar

Þegar við sofum dettur af okkur mikið af bakteríum og dauðum frumum. Þetta laðar að sér rykmaura sem búa og fjölga sér í rúmfötunum. Úrgangur frá maurunum inniheldur ofnæmisvaldandi efni sem geta valdið kláða í nefi og augum.

Það sem máli skiptir

Samkvæmt astma og ofnæmissamtökum ætti maður að skipta um rúmföt fjórtánda hvern dag. Einnig er mikilvægt að hafa það í huga að maður ætti ekki að skipta á rúminu um leið og farið er á fætur.

Það þarf nefnilega að leika bæði loft og ljós um rúmfötin, mikilvægt er að lofta út í svefnherberginu, jafnvel þó kalt sé úti. Rúmið má gjarnan standa óumbúið allt fram á kvöld, kuldinn og ferska loftið drepur nefnilega maurana.

Einnig er mikilvægt að þvo rúmfötin við rétt hitastig, til þess að vera viss um að maurarnir drepist þarf að þvo rúmfötin við að minnsta kosti 60 gráður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ógeðslegt“ með hverri kærastinn er að halda framhjá – „Hún er sextug en klæðir sig eins og hún sé tvítug“

„Ógeðslegt“ með hverri kærastinn er að halda framhjá – „Hún er sextug en klæðir sig eins og hún sé tvítug“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Læknar sögðu Anton Bjarka að hafa engar áhyggjur af góðkynja æxlinu – Fann fyrir reiði þegar það kom í ljós að það væri illkynja og ágengt

Læknar sögðu Anton Bjarka að hafa engar áhyggjur af góðkynja æxlinu – Fann fyrir reiði þegar það kom í ljós að það væri illkynja og ágengt
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mun Karl Bretakonungur stíga til hliðar um jólin?

Mun Karl Bretakonungur stíga til hliðar um jólin?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þekkirðu fólkið? – Mexíkósk kona leitar upplýsinga um fólkið sem faðir hennar umgekkst sem skiptinemi á Íslandi fyrir hálfri öld

Þekkirðu fólkið? – Mexíkósk kona leitar upplýsinga um fólkið sem faðir hennar umgekkst sem skiptinemi á Íslandi fyrir hálfri öld
Fókus
Fyrir 4 dögum

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Elísabet Reynis um Ozempic – „Mitt svar er einfalt og hreint NEI!“

Elísabet Reynis um Ozempic – „Mitt svar er einfalt og hreint NEI!“