fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Hringdi í lögregluna til að tilkynna um innbrot – Gleymdi einu mikilvægu

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 17. júlí 2020 05:40

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í október á síðasta ári var Norðmaður einn  í samkvæmi Þelamörk. Þar drakk hann áfengi og skemmti sér fram eftir nóttu. Þegar hann vaknaði næsta dag var hann mjög þyrstur og drakk eitt kókglas sem hann hafði sett á náttborðið áður en hann fór að sofa.

Honum fannst hann ekki finna til áfengisáhrifa og fór í bíltúr þennan sama dag. Lögreglan hafði afskipti af honum og grunur vaknaði um að hann væri undir áhrifum áfengis. Hann var því handtekinn og blóðsýni tekið úr honum. Síðan var honum sleppt.

Hann hélt þá heim á leið en þegar þangað kom sá hann að brotist hafði verið inn í íbúðina. Hann hringdi því í lögregluna og tilkynnti um innbrot. En einu gleymdi hann áður en hann hringdi í lögregluna.

Hann var nefnilega með kannabisplöntu heima hjá sér og 2,3 grömm af hassi. Þetta fundu lögreglumennirnir og lögðu hald á. Maðurinn var síðan ákærður fyrir að hafa verið með þetta heima hjá sér. Hann var einnig ákærður fyrir ölvun við akstur og að hafa verið undir áhrifum fíkniefna, þar á meðal amfetamíns. Hann var einnig ákærður fyrir vopnalagabrot því haglabyssa, sem hann var ekki skráður fyrir, fannst á heimili hans.

Fyrir dómi kom fram að vinur mannsins hafði sett amfetamín út í kókglasið. Maðurinn var dæmdur í 30 daga óskilorðsbundið fangelsi og til að greiða 10.000 norskar krónur í sekt. Hann var einnig sviptur ökuréttindum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið