fbpx
Föstudagur 25.apríl 2025
Fréttir

Anton segir soninn hafa fengið sitt tækifæri – „Þetta mál er ekki léttmeti“

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 16. júlí 2020 16:30

Anton Máni Sveinsson. Mynd: Fréttablaðið/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Anton Máni Svansson, kvikmyndagerðarmaður birti fyrir skömmu færslu á Facebook-síðu sinni, þar sem svarar hann gagnrýni Guðmundar Þórs Kárasonar á hendur sér og samstarfsmanni sínum Guðmundi Arnar leikstjóra.

Anton og Guðmundur Arnar eru að vinna að gerð kvikmyndar þar sem að börn eru í mikilvægu hlutverki, en nokkur börn höfðu verið fengin til sérstakra æfinga til þess að leika í myndinni. Þeirra á meðal var sonur Guðmundar Þórs, sem fékk símtal í gær, þar sem honum var tilkynnt að hann yrði ekki hluti af myndinni.

SJÁ EINNIG: Guðmundur skilur ekki hvernig fullorðnir menn geta gert svona – „Ég vil vara aðra foreldra við gylliboðum þeirra og loforðum“

Guðmundur Þór, sem sjálfur er kvikmyndagerðarmaður, gagnrýndi þessa framkomu þeirra harðlega í dag, en líkt og áður segir hefur Anton nú svarað gagnrýninni.

„Vegna Facebook færslu þar sem ég og samstarfsmaður minn, Guðmundur Arnar leikstjóri, vorum gagnrýndir fyrir okkar vinnubrögð og framkomu;

Ég vonast til að fá tækifæri til að klára samtal mitt við foreldra drengsins, en eins og ég sagði við föður hans þegar ákvörðunin var tekin þá hyggjumst við að sjálfsögðu bæta syni hans það upp að hafa ekki haldið áfram í þessu ferli og viljum styðja við hann með öllum mögulegum leiðum.

Ég vil nefna það sérstaklega að við höfum mikla trú á syni þeirra og teljum hann eiga bjarta framtíð fyrir sér. Þessi ákvörðun snýr að engu leyti að hæfni hans heldur byggist hún einfaldlega á því að umrætt hlutverk hentaði honum ekki.“

Anton minnist á að þeir hafi áður unnið með ungmennum og tekur fram að sonur Guðmundar Þórs sé mjög hæfileikaríkur. Hann segir að það hafi komið skýrt fram að einhvern tímann í ferlinu myndi koma í ljós að hlutverkið hentaði ekki.

„Við höfum áður unnið með ungmennum og það með góðum árangri. Við gerum alltaf okkar allra besta til að vinna vel og vandlega með þeim þar sem við gerum okkur grein fyrir þeirri miklu ábyrgð sem fylgir því að þjálfa upp og vinna með ungu fólki.

Við upphaf undirbúnings á nýrri mynd okkar, áður en eiginleg vinna í efninu sjálfu fór af stað, var þeim hópi einstaklinga sem valdir voru úr prufum boðið á almennt leiklistarnámskeið og sérstaka leikþjálfun.
Skýrt var tekið fram bæði við foreldra og alla ungu leikarana að sú staða gæti vel komið upp, jafnvel seint í ferlinu, að hlutverk sem æft væri fyrir myndi ekki henta þeim að lokum. Tekið skal fram að slík ákvörðun segir ekkert um hæfileika viðkomandi einstaklings, enda eru öll þau ungmenni sem boðið er að fara inn í æfingaferli af þessu tagi mjög hæfileikarík.

Að lokum langar mig að taka fram að þegar sú erfiða ákvörðun er tekin að láta einhvern hætta í leikþjálfun fyrir hlutverk er það aldrei gert nema að vel ígrunduðu máli og að sá einstaklingur hafi fengið það tækifæri sem hann á skilið.

Ég biðla til allra að treysta því að þetta mál er ekki léttmeti fyrir okkur og að við vinnum hörðum höndum að því að leysa þetta á sem farsælastan hátt með foreldrum drengsins.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Telja sig hafa leyst 2.000 ára ráðgátu um einn athyglisverðasta fornleifafund sögunnar

Telja sig hafa leyst 2.000 ára ráðgátu um einn athyglisverðasta fornleifafund sögunnar
Fréttir
Í gær

Rafmynt Trump hækkar duglega í verði eftir að hann lofar matarboði fyrir stærstu fjárfesta

Rafmynt Trump hækkar duglega í verði eftir að hann lofar matarboði fyrir stærstu fjárfesta
Fréttir
Í gær

Sakaði frænda stjúpmóður sinnar um áreitni á veitingastað í Garðabæ – Hönd fór yfir rasssvæðið

Sakaði frænda stjúpmóður sinnar um áreitni á veitingastað í Garðabæ – Hönd fór yfir rasssvæðið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig Anna segir sig úr Sósíalistaflokknum eftir svívirðingar – „Langt síðan ég hef séð svona mikið hatur á mér“

Sólveig Anna segir sig úr Sósíalistaflokknum eftir svívirðingar – „Langt síðan ég hef séð svona mikið hatur á mér“