fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Pressan

Hræðileg ákvörðun að loka skólum segir Trump

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 16. júlí 2020 15:10

Donald Trump fyrrum Bandaríkjaforseti.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sagði í samtali við CBS News aðfaranótt miðvikudags að það væri hræðileg ákvörðun að loka skólum í Kaliforníu í nýrri bylgju kórónuveirunnar. Þar hefur kórónuveiran blossað upp á nýjan leik og hafa skólayfirvöld í San Diego og Los Angeles ákveðið að nemendur fái fjarkennslu á meðan þessi nýja bylgja gengur yfir. Skólar áttu að taka til starfa í ágúst eftir sumarfrí en af því verður ekki og er forsetinn ósáttur við þessa ákvörðun.

„Ég vil segja foreldrum og kennurum að þeir eigi að finna nýtt fólk til að taka ákvörðun sem þessa því þetta er hræðileg ákvörðun.“

Skólarnir munu bjóða upp á fjarkennslu en það hugnast forsetanum ekki. Hann sagði að það geti haft slæm áhrif á fólk að halda því svona mikið heima.

„Börn og foreldrar deyja einnig af þessum sökum. Það gerist af því að þau geta ekki gert það sem þau eru vön. Mæður geta ekki farið til vinnu því skyndilega verða þær að vera heima og passa börnin. Það sama á við um feður.“

Metfjöldi smita hefur greinst í Kaliforníu og Texas að undanförnu og eru met, yfir fjölda smitaðra á einum degi, slegin nær daglega.

Í Kaliforníu liggja nú rúmlega 2.000 COVID-19 sjúklingar á sjúkrahúsum.

Trump hefur haft í hótunum um að þau fræðsluumdæmi sem opna ekki skóla eftir sumarfrí muni missa fjárstuðning eða að skattaafsláttur þeirra verði felldur niður. Hann hefur ekki skýrt nánar hvernig hann ætlar að framkvæma þetta en flestir grunnskólar í Bandaríkjunum eru fjármagnaðir af staðaryfirvöldum en ekki alríkinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum
Pressan
Í gær

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svínalifur grædd í manneskju í fyrsta sinn

Svínalifur grædd í manneskju í fyrsta sinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leynileg hernaðarskjöl fundust á götu úti í Newcastle

Leynileg hernaðarskjöl fundust á götu úti í Newcastle
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift
Pressan
Fyrir 3 dögum

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lyklaði bíl frá Teslu og er krafinn um yfir 100 milljónir í bætur

Lyklaði bíl frá Teslu og er krafinn um yfir 100 milljónir í bætur