,,Ég fór í fyrrinótt og týndi 200 maðka. Það var maðkur út um allt og núna á maður nóg af maðki út sumarið,,“ sagði veiðimaður sem við ræddum við í gærkveldi. Fyrir nokkrum dögum var alls ekki hægt að fá maðk með nokkru móti.
Spáð er rigningu næstu daga og því hægt að fá nóg af maðki. Dýrasti maðkurinn fór í 250 krónur í mesta þurrkinum um daginn og færri fengu en vildu.
Færri og færri laxveiðiár leyfa orðið maðkinn svo menn nota bara fluguna miklu meira. Maðkurinn er ekki leyfður nema í svona 10 til 15 laxveiðiám nú orðið og er það af sem áður var. Þess vegna þurfa menn orðið miklu færri maðka.