fbpx
Laugardagur 26.apríl 2025
Fréttir

Maðurinn sem gat ekki hætt að stela bensíni frá Olís

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 14. júlí 2020 18:31

Olís bensínstöð. Mynd: Fréttablaðið/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður sem fæddur er árið 1990 var þann 8. júlí síðastliðinn sakfelldur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að hafa stolið sjö sinnum bensíni af bensínstöðvum Olís, sex sinnum árið 2018 og einu sinni snemma árs 2019. Maðurinn dældi eldsneyti á bíl sinn og ók burtu án þess að greiða fyrir eldsneytið.

Oftast gerðist þetta á bensínstöð Olís að Langatanga í Mosfellsbæ.

Maðurinn var einnig ákærður fyrir að hafa nokkrum sinnum ekið undir áhrifum áfengis og annarra vímugjafa.

Hann játaði brot sín skýlaust og var dæmdur í fimm mánaða fangelsi. Ennfremur var honum gert skylt að greiða verjanda sínum rúmlega 100 þúsund krónur og annað eins í sakarkostnað.

Krafist var þess að maðurinn yrði ökuleyfissviptur æfilangt en þeirri kröfu var hafnað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Íslendingar lýsa því hvernig þeir komust inn á húsnæðismarkaðinn – „Ég á ekki von á að þau vilji neitt til baka“

Íslendingar lýsa því hvernig þeir komust inn á húsnæðismarkaðinn – „Ég á ekki von á að þau vilji neitt til baka“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Óhugnaður í Urriðaholti: Hafliði hrakti húsbrotsmenn á flótta

Óhugnaður í Urriðaholti: Hafliði hrakti húsbrotsmenn á flótta
Fréttir
Í gær

Unglingspiltur ákærður fyrir að eitra fyrir 77 ára móður sinni – Setti klór í mjólkina

Unglingspiltur ákærður fyrir að eitra fyrir 77 ára móður sinni – Setti klór í mjólkina
Fréttir
Í gær

Höfðu loksins hendur í hári trjáaraðmorðingjans – „Allir vildu vita hver gerði þetta og hvers vegna“

Höfðu loksins hendur í hári trjáaraðmorðingjans – „Allir vildu vita hver gerði þetta og hvers vegna“
Fréttir
Í gær

Allt logar stafna á milli hjá sósíalistum: Jóna hættir í flokknum og urðar yfir Hallfríði

Allt logar stafna á milli hjá sósíalistum: Jóna hættir í flokknum og urðar yfir Hallfríði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Telja sig hafa leyst 2.000 ára ráðgátu um einn athyglisverðasta fornleifafund sögunnar

Telja sig hafa leyst 2.000 ára ráðgátu um einn athyglisverðasta fornleifafund sögunnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ofurhugi ætlar að synda hringinn í kringum Ísland – Ekki það erfiðasta sem hann hefur gert

Ofurhugi ætlar að synda hringinn í kringum Ísland – Ekki það erfiðasta sem hann hefur gert
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nágrannar græna gímaldsins vonsviknir með nýja meirihluta – „Við höfum ekki heyrt eitt einasta bofs“

Nágrannar græna gímaldsins vonsviknir með nýja meirihluta – „Við höfum ekki heyrt eitt einasta bofs“