fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Heimsfaraldurinn kyndir undir heitri umræðu um bandaríska heilbrigðiskerfið

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 15. júlí 2020 16:30

Heilbrigðisstarfsfólk að störfum. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimsfaraldur kórónuveirunnar hefur kynt undri heitri umræðu í Bandaríkjunum um heilbrigðiskerfi landsins. Sú umræða getur hugsanlega haft töluverð áhrif á forsetakosningarnar í haust. Mikill kostnaður getur fylgt því að nota bandaríska heilbrigðiskerfið og er fólk misjafnlega í stakk búið til að takast á við þann kostnað.

Til dæmis tekur rannsóknarstofa ein í Texas 2.315 dollara fyrir rannsókn á hverju kórónuveirusýni. Víðast annars staðar er kostnaðurinn 100 dollarar að sögn New York Times. Verðmunur sem þessi er ekki óalgengur í bandaríska heilbrigðiskerfinu sem er það dýrasta í heimi en veitir samt sem áður ekki öllum landsmönnum þjónustu.

Í umtalaðri rannsókn frá 2012 kom fram að verðið á einfaldri botnlangatöku væri mjög mismunandi. Lægsta verðið var 1.500 dollarar en það hæsta 183.000 dollarar. Verðmunurinn liggur í flóknu kerfi opinberra sjúkratrygginga, einkasjúkrahúsa, ofurríkra lyfjafyrirtækja og valdamikilla milliliða.

Ekki hafa allir efni á að kaupa sér sjúkratryggingar og verða því að treysta á opinbera kerfið sem á í vök að verjast og þykir ekki veita jafn góða þjónustu og einkakerfið. Þeir sem eru með góðar sjúkratryggingar geta valið á milli lækna og meðferðarúrræða og þurfa ekki að bíða eins lengi og aðrir.

Um helmingur landsmanna er sjúkratryggður af vinnuveitendum sínum. Það þýðir að ef fólk missir vinnuna missir það sjúkratrygginguna. Ekki er vitað hversu margir hafa misst slíka tryggingu vegna heimsfaraldursins en í maí var talið að það gætu verið tæplega 27 milljónir manna.

Umræðan um heilbrigðiskerfið er heit og óvægin og litast mjög af þeirri breiðu gjá sem er á milli andstæðra fylkinga í stjórnmálum. The Affordabel Care Act (oftast kallað Obamacare) er einn stærsti ásteytingarsteinn fylkinganna. Þessi flókna áætlun hefur tryggt um 24 milljónum manna sjúkratryggingu en er sögð litast af skriffinnsku og að vera allt of dýr. Donald Trump hét því í kosningabaráttunni 2016 að leggja Obamacare niður og taka upp annað kerfi sem hann skilgreindi ekki. Honum tókst ekki að fá þingið til að samþykkja þetta og reynir nú að fá dómstóla til að úrskurða að kerfið standist ekki lög.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“
Pressan
Í gær

Fleiri ríki loka sendiráðum sínum í Kænugarði – Sálfræðihernaður hjá Rússum?

Fleiri ríki loka sendiráðum sínum í Kænugarði – Sálfræðihernaður hjá Rússum?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta eru umdeildustu skoðanir næsta heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna

Þetta eru umdeildustu skoðanir næsta heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bakpokaferðalag 19 ára stúlkna breyttist í martröð – Berjast fyrir lífi sínu eftir ferð á barinn

Bakpokaferðalag 19 ára stúlkna breyttist í martröð – Berjast fyrir lífi sínu eftir ferð á barinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún var alltaf þreytt – Síðan fjarlægði hún eitt úr mataræði sínu og staðan gjörbreyttist

Hún var alltaf þreytt – Síðan fjarlægði hún eitt úr mataræði sínu og staðan gjörbreyttist