fbpx
Laugardagur 26.apríl 2025
Fréttir

„Miklu verra að segjast vera hægri sinnaður heldur en hommi“

Jón Þór Stefánsson
Þriðjudaginn 14. júlí 2020 12:35

Sindri Sindrason, umsjónarmaður þáttarins.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlamaðurinn Sindri Sindrason var gestur Viktoríu Hermannsdóttur í þættinum Segðu mér, sem er á dagskrá Rás 1. Sindri sem er þekktur fyrir að slá á létta strengi talaði um margt persónulegt í þættinum. Til dæmis hvernig það var að koma úr skápnum, fordóma, ættleiðingu, fjölmiðlaferilinn og stjórnmál.

Sindri ræddi mikið um að hann væri íhaldssamur og benti meðal annars á að hann hafi verið með sama manninum í 22 ár og í sömu vinnu í áratug.

„Ég er ofboðslega íhaldssamur. Ég finn bara einn mann, eini kærastinn sem ég hef átt, svo finn ég bara eina vinnu. Ég er ekkert að flækja hlutina. Ég er bara mjög einfaldur maður og ég held að það sé ástæðan fyrir því að ég er bara glaður og hamingjusamur. Mér finnst allt vera bara fínt,“

Sindri talaði um hversu hræddur hann hafi verið þegar hann hafi verið að koma út úr skápnum. Hann segir þó að áhyggjur hans hafi verið óþarfar og að hann hafi fundið fyrir litlum sem engum fordómum.

„Ekki einu sinni í lífinu hef ég fundið fyrir fordómum Viktoría. Þá frekar fyrir að vera hægri sinnaður heldur en hommi. Það er miklu verra að segjast vera hægri sinnaður heldur en hommi á Íslandi. Það eru meiri fordómar fyrir því. Auðvitað er ég miðja frekar en hægri-hægri. En aldrei hefur neinn sagt eitthvað svona við mig, auðvitað er djókað í manni, eins og maður ætti að geta djókað. Ég hef bara aldrei fundið fyrir fordómum. Ég er alltaf svolítið hissa þegar við tölum um fordóma, hvað við erum öll svakalega fordómafull og hvað kvenfyrirlitning er mikil og þess miklu fordóma gegn samkynhneigðum,“

„Ef ég væri ekki hommi þá væri ég í hópi sem mætti ekki tjá sig, eða svona. Þá væri ég bara gagnkynhneigður, hvítur ágætlega menntaður karlmaður. Þetta er eiginlega bara blessun,“ segir Sindri og hlær.

Þáttinn má hlusta á í heild sinn hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Íslendingar lýsa því hvernig þeir komust inn á húsnæðismarkaðinn – „Ég á ekki von á að þau vilji neitt til baka“

Íslendingar lýsa því hvernig þeir komust inn á húsnæðismarkaðinn – „Ég á ekki von á að þau vilji neitt til baka“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Óhugnaður í Urriðaholti: Hafliði hrakti húsbrotsmenn á flótta

Óhugnaður í Urriðaholti: Hafliði hrakti húsbrotsmenn á flótta
Fréttir
Í gær

Unglingspiltur ákærður fyrir að eitra fyrir 77 ára móður sinni – Setti klór í mjólkina

Unglingspiltur ákærður fyrir að eitra fyrir 77 ára móður sinni – Setti klór í mjólkina
Fréttir
Í gær

Höfðu loksins hendur í hári trjáaraðmorðingjans – „Allir vildu vita hver gerði þetta og hvers vegna“

Höfðu loksins hendur í hári trjáaraðmorðingjans – „Allir vildu vita hver gerði þetta og hvers vegna“
Fréttir
Í gær

Allt logar stafna á milli hjá sósíalistum: Jóna hættir í flokknum og urðar yfir Hallfríði

Allt logar stafna á milli hjá sósíalistum: Jóna hættir í flokknum og urðar yfir Hallfríði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Telja sig hafa leyst 2.000 ára ráðgátu um einn athyglisverðasta fornleifafund sögunnar

Telja sig hafa leyst 2.000 ára ráðgátu um einn athyglisverðasta fornleifafund sögunnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ofurhugi ætlar að synda hringinn í kringum Ísland – Ekki það erfiðasta sem hann hefur gert

Ofurhugi ætlar að synda hringinn í kringum Ísland – Ekki það erfiðasta sem hann hefur gert
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nágrannar græna gímaldsins vonsviknir með nýja meirihluta – „Við höfum ekki heyrt eitt einasta bofs“

Nágrannar græna gímaldsins vonsviknir með nýja meirihluta – „Við höfum ekki heyrt eitt einasta bofs“