fbpx
Laugardagur 26.apríl 2025
Fréttir

Fangaverðir mótmæla lokun fangelsisins á Akureyri

Heimir Hannesson
Þriðjudaginn 14. júlí 2020 11:39

Mynd/Heiða Helgadóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fangavarðafélagið sendi rétt í þessu frá sér afdráttalausa tilkynningu þar sem lokun fangelsisins á Akureyri er mótmælt harðlega. Segir félagið lokunina stangast á við yfirlýsta stefnu um fjölgun starfa á landsbyggðinni og bendir á að sex störf muni tapast fyrir norðan.

Áratugareynsla muni tapast við þessar aðgerðir ásamt verðmætri tengingu við lögregluna, segir í tilkynningunni og bendir félagið á farsælt samstarf lögreglu og fangavarða í áraraðir. Fangelsið og lögreglan á Akureyri eru í sama húsi í bænum, en fangelsið var endurbyggt árið 2008 og þykir vel útbúið.

Segir jafnframt í tilkynningunni:

Samkvæmt tölum Þjóðskrár um íbúafjölda landsins í janúar 2020 búa um 13,3% landsmanna á norðurlandi vestra, norðurlandi eystra og austurlandi. Það er því í lófa lagt að þessir landshlutar hafi fangelsi í nærumhverfinu, bæði til að vista gæsluvarðhaldsfanga og afplánunarfanga.

Stór hluti af betrun fanga eru bætt samskipti við fjölskyldu og vini. Þau samskipti styrkjast hvað mest þegar aðstandendur geta heimsótt fangana. Gott aðgengi og stuttur ferðatími skiptir því miklu máli.

Þá bendir félagið á í tilkynningunni að kostnaður gæti aukist til muna við flutning á gæsluvarðahaldsföngum, en einu starfandi gæsluvarðahaldsfangelsi landsins verða þá sunnanheiða, á Hólmsheiði og á Litla hrauni. Fyrir lokun var eitt gæsluvarðahaldspláss í fangelsinu á Akureyri. „Við eigum því bágt með að skilja í hverju sparnaðurinn felst,“ segja fangaverðir.

Fangaverðir segjast hafa skilning á niðurskurðarkröfu sem ríkið hefur viðhaft ár eftir ár og að Fangelsismálastofnun sé fyrir vikið sniðinn ansi þröngur stakkur:

Fangavarðafélag Íslands sýnir því fullan skilning að Fangelsismálastofnun hefur sætt niðurskurðum ár eftir ár og er sniðinn ansi þröngur stakkur í fjárútlátum. Það hefur kostað hinar ýmsu sparnaðaraðgerðir, eins og t.d. lokun á öryggisdeild á Litla-Hrauni og nú lokun fangelsisins á Akureyri.

Við skorum því á stjórnvöld að auka fjárheimildir til fangelsiskerfisins í heild, svo hægt sé að reka þetta mikilvæga kerfi með sóma og snúa við þeirri óheillaþróun sem nú á sér stað.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Íslendingar lýsa því hvernig þeir komust inn á húsnæðismarkaðinn – „Ég á ekki von á að þau vilji neitt til baka“

Íslendingar lýsa því hvernig þeir komust inn á húsnæðismarkaðinn – „Ég á ekki von á að þau vilji neitt til baka“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Óhugnaður í Urriðaholti: Hafliði hrakti húsbrotsmenn á flótta

Óhugnaður í Urriðaholti: Hafliði hrakti húsbrotsmenn á flótta
Fréttir
Í gær

Unglingspiltur ákærður fyrir að eitra fyrir 77 ára móður sinni – Setti klór í mjólkina

Unglingspiltur ákærður fyrir að eitra fyrir 77 ára móður sinni – Setti klór í mjólkina
Fréttir
Í gær

Höfðu loksins hendur í hári trjáaraðmorðingjans – „Allir vildu vita hver gerði þetta og hvers vegna“

Höfðu loksins hendur í hári trjáaraðmorðingjans – „Allir vildu vita hver gerði þetta og hvers vegna“
Fréttir
Í gær

Allt logar stafna á milli hjá sósíalistum: Jóna hættir í flokknum og urðar yfir Hallfríði

Allt logar stafna á milli hjá sósíalistum: Jóna hættir í flokknum og urðar yfir Hallfríði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Telja sig hafa leyst 2.000 ára ráðgátu um einn athyglisverðasta fornleifafund sögunnar

Telja sig hafa leyst 2.000 ára ráðgátu um einn athyglisverðasta fornleifafund sögunnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ofurhugi ætlar að synda hringinn í kringum Ísland – Ekki það erfiðasta sem hann hefur gert

Ofurhugi ætlar að synda hringinn í kringum Ísland – Ekki það erfiðasta sem hann hefur gert
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nágrannar græna gímaldsins vonsviknir með nýja meirihluta – „Við höfum ekki heyrt eitt einasta bofs“

Nágrannar græna gímaldsins vonsviknir með nýja meirihluta – „Við höfum ekki heyrt eitt einasta bofs“