fbpx
Þriðjudagur 28.janúar 2025
Eyjan

Prófessor segir Borgarlínu gagnslaust montverkefni – „Á eftir að kosta eitthvað um 200-600 milljarða“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 13. júlí 2020 11:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Auðvitað fer það ekki algerlega fram hjá mönnum að Borgarlínan er gagnslaus framkvæmd,“ segir Jónas Elíasson, verkfræðingur og prófessor í Morgunblaðinu í dag. Telur Jónas það deginum ljósara að Borgarlínan sé gífurleg fjárhagsleg skuldbinding fyrir íslenska ríkið án þess að nokkur ávinningur sé tryggður fyrir samfélagið. Í reynd sé það svo að strætókerfið í dag sé vannýtt og Borgarlína komi ekki til með að breyta neinu þar um.

„Gúrúinn á bak við er amerískur prófessor að nafni Scott Rutherford. Ágætur fræðimaður sem lést 2018. Fyrir um 15 árum hélt hann fyrirlestur við Verkfræðideild HÍ um hvernig ætti að tvöfalda afköst strætókerfa. Í þessum fyrirlestri birtist nákvæm uppskrift að strætókerfi Borgarlínunnar. Auðvitað grunaði manninn ekki að hann væri að stofna trúarbrögð, enda passa núverandi trúboðar sig á að nafna Scott Rutherford aldrei á nafn, enda voru sporvagnar þeirra upphaflega hugmynd,“ segir Jónas en hann telur að ofurtrú ríkisins á Borgarlínu-verkefninu jaðri við trúarbrögð. Svo mikil sé trúin án þess að nokkur handbær rök liggi henni að baki.

Skilur Jónas þó hvers vegna borgarmeirihlutinn í Reykjavík sé að berjast fyrir verkefninu. Meirihlutinn hafi ráðist í mörg gæluverkefni sem hafi mörg hver misheppnast hrapalega. Fjármál, samgöngu– og skipulagsmál séu í ólestri í borginni og meirihlutinn þurfi að bæta ímynd sína svona korter í kosningar.

Hins vegar skilur Jónas síður hvers vegna ríkisstjórnin hafi gefið Borgarlínu grænt ljós.

„Hvað kemur til að ríkisstjórnin tekur svona umskipting að sér? Slíkt gerist ekki nema með samþykki bæði forsætisráðherra og fjármálaráðherra eins og stjórnin er saman sett. Hvaða pólitíska áætlun er hér á bak við?“

Forsætisráðherra og fjármálaráðherra séu í góðri pólitískri stöðu og njóti trausts og virðingar.

„Samt ana þeir út í gagnslaust montverkefni sem á eftir að kosta eitthvað um 200-600 milljarða ef að líkum lætur. Hvað er í gangi?“

Að Katrín Jakobsdóttir hafi stutt Borgarlínuna getur Jónas skilið. Hún sé kannski að spila einhvern pólitískan leik til að auka áhrif Vinstri græna í borginni eða álika, en hvers vegna styður Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, verkefnið? Það getur Jónas ekki skilið.

Þessum peningum sem fari í Borgarlínu væri vetur varð í að greiða leið einkabílsins á höfuðborgarsvæðinu. Þar með sé hægt að draga úr mengun sem fylgi umferðartöfum.  Það muni jafnvel kosta að endingu minna en Borgarlína.

„Pólitíkin verður að finna einhverja leið til að komast út úr þessum öngstræti Borgarlínunnar,“ segir Jónas að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Nýr naflastrengur

Óttar Guðmundsson skrifar: Nýr naflastrengur
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland: Árásirnar á okkur grímulaust einelti – sjálfstæðismenn vilja fela eigin vandræði

Inga Sæland: Árásirnar á okkur grímulaust einelti – sjálfstæðismenn vilja fela eigin vandræði