,,Jökla er komin með 70 laxa og Breiðdalsá með 8 laxa. Það eru verða veiðimenn í henni fyrr en á miðvikudaginn. Jökla gengur annars ágætlega,“sagði Þröstur Elliðason við Jöklu er við inntum hann frétta af svæðinu.
,,Við vorum í Jöklu fyrir skömmu og það gekk ágætlega,“ sagði Boggi Tona er við spurðum um ána en hann var þar fyrir fáum dögum með Axel Óskarssyni og fleirum vöskum veiðimönnum á öllum aldri.
Það er betri staða í yfirfallinu í Jöklu en Blöndu en í Blöndu gæti það færst í aukana innan fárra daga.
Mynd. Axel Óskarsson, Óskar Daníel og Boggi Tona með flottan lax úr Jöklu. Sannkallað löndunarlið ársins.