fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Christian B. slapp tvisvar fram hjá portúgölsku lögreglunni

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 13. júlí 2020 05:40

Christian Brückner - Youtube-skjáskot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þýski barnaníðingurinn og flækingurinn Christian B., sem er grunaður um að hafa numið Madeleine McCann á brott og myrt hana árið 2007, slapp tvisvar sinnum fram hjá portúgölsku lögreglunni þegar hún rannsakaði málið.

Sky skýrir frá þessu og vitnar í dómsskjöl og framburð vitna. Þýska lögreglan segir að Christian B. sé grunaður um að hafa myrt Madeleine. Segist þýska lögreglan hafa góð sönnunargögn í málinu en þurfi að afla fleiri. Einnig segir þýska lögreglan að Madeleine sé látin en vill ekki skýra á hverju hún byggir það.

Madeleine McCann hvarf úr þessu húsi árið 2007.

Sky segir að dómsskjöl er varða eldsneytisþjófnað í Algarve 2006, ári áður en Madeleine hvarf, sýni fortíð hans sem barnaníðings. Þegar dómari spurði hann út í fyrri afbrot játaði Christian B. að hafa hlotið dóm fyrir kynferðisbrot í Þýskalandi þegar hann var á unglingsaldri. Hann skýrði þó ekki frá að fórnarlambið var barnung stúlka. Dómaranum bar ekki skylda til að afla gagna frá Þýskalandi um sakaferil Christian B. og því var hann ekki settur á skrá portúgölsku lögreglunnar yfir barnaníðinga. Hann var heldur ekki á meðal þeirra þekktu barnaníðinga sem voru yfirheyrðir í tengslum við hvarf Madeleine.

Tíu árum síðar virðist Christian B. aftur hafa sloppið fram hjá portúgölsku lögreglunni þegar hann eyddi síðustu dögum sínum, sem frjáls maður í Portúgal, við að bera sig fyrir tveimur stúlkum á barnaleikvelli. Hann var staðinn að verki af móður annarrar stúlkunnar. Hann var handtekinn en ekki kærður fyrir athæfið. Þessi í stað var hann framseldur til Þýskalands til að afplána dóma vegna kynferðisbrota gegn börnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga