fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024

Með og á móti – Kirkjuheimsóknir skólabarna á aðventunni

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 11. desember 2017 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Með

Séra Guðrún Karls Helgudóttir, sóknarprestur í Grafarvogi

Ég lít svo á að heimsóknir skólabarna í kirkju á aðventunni séu af hinu góða enda taki þær mið af reglum Reykjavíkurborgar um samskipti grunnskóla við trúar- og lífsskoðunarfélög.
Heimsóknirnar eru í dag settar upp sem fræðsla og rammi utan um aðventuhátíðir skólanna. Þær eru því í fullu samræmi við aðalnámskrá og stefnu Reykjavíkurborgar í fræðslumálum. Ekkert barn á því að þurfa að sitja eftir þegar farið er í slíkar heimsóknir. Ekki frekar en að barn velji hvort það hlusti á suma rithöfunda kynna bækur sínar í skólunum fyrir jólin, taki þátt í jóga á vegum skólans eða ekki eða hvort börn á frístundaheimilum fari í heimsókn á Domino’s að baka pítsur.

Ég vil hvetja öll trú- og lífsskoðunarfélög til þess að bjóða grunnskólabörnum í heimsókn í sínar kirkjur, moskur, hof eða samkomusali á hátíðum er tengjast þeirra trú- eða lífsskoðun og kynna fyrir börnum sínum hugmyndir eða trú. Þar með fá börn virkilega möguleika til að kynna sér ólík trúarbrögð og lífsskoðanir. Það er nefnilega ekki nóg að segja að barnið eigi að fá að velja sjálft sína lífsskoðun þegar þar að kemur en kynna það síðan ekki fyrir öðru en því sem foreldrarnir aðhyllast, enda tel ég það ekki í anda umburðarlyndis og víðsýni.

Ég er sannfærð um að opið samfélag sem gefur öllu fólki rými til að tjá lífs- og trúarskoðun sína óáreitt sé betra en samfélag þar sem alið er á tortryggni og ótta við trú og trúariðkun enda þrífast öfgar best í ótta og skömm. Trú og trúariðkun er órjúfanlegur hluti af lífsflórunni og þegar upp er staðið eru það foreldrarnir sem hafa ríkustu áhrifin á barnið.


Á móti

Elsa Nore, ritari Vantrúar

Vandinn vegna kirkjuheimsókna skóla er margþættur. Það sem er kannski augljósast er að það er ekki hlutverk skóla að sinna trúaruppeldi barna. Skólar hafa ekki endilega upplýsingar um trúarskoðanir fjölskyldu hvers barns, og skólar eiga heldur ekki að þurfa þess enda ætlaðir öllum óháð lífsskoðun.

Skólinn á að forðast, frekar en skapa, aðstæður þar sem börn eru tekin úr hópnum. Með því að fara í kirkju er verið að skapa aðstæður þar sem foreldrar þurfa annaðhvort að láta barnið sitt fara með gegn vilja sínum, eða óska eftir að barnið sitji eftir og þar með gefa upp trúarafstöðu, sem flokkast sem viðkvæmar upplýsingar samkvæmt lögum.
Heimsóknirnar hafa einnig valdið kvíða og vanlíðan hjá börnum, þar sem þeim er kennt eitthvað sem fer gegn því sem foreldrar þeirra halda á lofti. Einnig eru því miður dæmi þar sem börn fara að óttast um helvítisvist trúlausra foreldra sinna eftir þannig heimsóknir.

Ef foreldrar fara hins vegar sjálfir með börnin sín í kirkju utan skólatíma, þá fá börn kristinna að kynnast kristnum jólum, hinir geta haldið sín jól eins og þeir kjósa, enginn þarf að gefa upp trúarlega afstöðu og ekkert barn þarf að vera tekið út úr hópnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Gaf Díegó í jólagjöf

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Ef þjóðin myndi ráða landsliðsþjálfara þá fengi Arnar starfið

Ef þjóðin myndi ráða landsliðsþjálfara þá fengi Arnar starfið
Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Hannes Hólmsteinn um Sjálfstæðisflokkinn: „Háir þeim hversu miklir meinleysingjar þeir eru“

Hannes Hólmsteinn um Sjálfstæðisflokkinn: „Háir þeim hversu miklir meinleysingjar þeir eru“
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Umdeild Facebook-færsla Brynhildar hvarf eftir að Morgunblaðið spurðist fyrir um hana

Umdeild Facebook-færsla Brynhildar hvarf eftir að Morgunblaðið spurðist fyrir um hana
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Pútín er sagður hafa áhyggjur af kostnaðinum við stríðsreksturinn

Pútín er sagður hafa áhyggjur af kostnaðinum við stríðsreksturinn
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sjáðu rándýrt og ótrúlegt safn stjörnunnar sem er á öllum forsíðum – Borgaði eitt sinn 47 milljónir króna

Sjáðu rándýrt og ótrúlegt safn stjörnunnar sem er á öllum forsíðum – Borgaði eitt sinn 47 milljónir króna
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Segir að Neymar sé loksins frjáls – ,,Guðsgjöf fyrir hvern sem er“

Segir að Neymar sé loksins frjáls – ,,Guðsgjöf fyrir hvern sem er“