fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Giftu sig í miðjum kórónuveirufaraldri – Nú er brúðguminn dáinn og 100 gestir smitaðir

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 13. júlí 2020 05:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brúðkaup er einn mikilvægasti atburður lífsins hjá mörgum og brúðhjónin vilja auðvitað að allt sé fullkomið. Það að þurfa jafnvel að hugleiða að fresta brúðkaupi er eitthvað sem kemur ekki til greina hjá mörgum, á það við um tilvonandi brúðhjón, ættingja og gesti. En það getur endað með miklum hörmungum að taka ekki mið af aðstæðum hverju sinni og það á við í því máli sem hér er sagt frá.

Það var ungt par í bænum Patna á Indlandi sem hugðist ganga í hjónaband þann 15. júní. Tveimur dögum fyrir brúðkaupið var brúðguminn orðinn veikur, var með háan hita. Þá hefði verið skynsamlegt að fresta brúðkaupinu í ljósi heimsfaraldurs kórónuveirunnar. En ættingjar voru ekki sáttir við að brúðkaupinu yrði frestað og þrýstu mjög á brúðhjónin tilvonandi um að láta það fara fram á tilsettum tíma.

Það var síðan gert og gekk fólkið í hjónaband. Tveimur dögum síðar lést brúðguminn. Lík hans var brennt og engin sýni tekin úr því til að kanna hvort það hafi verið COVID-19 sem varð honum að bana en líkur eru leiddar að því að svo hafi verið. Telecinco skýrir frá þessu.

Þegar brúðguminn lést lá ljóst fyrir að um 100 brúðkaupsgestir voru smitaðir af COVID-19. 15 þeirra eru skyldir brúðgumanum og brúðinni. Það styrkir grunsemdirnar um að það hafi verið COVID-19 sem varð brúðgumanum að bana.

350 COVID-19 smit hafa greinst í Patna, þar af 100 tengd brúðkaupinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts
Pressan
Fyrir 6 dögum

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort
Pressan
Fyrir 6 dögum

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin