The Telegraph segir að lítill drengur, sem var í hópnum, hafi lent í vandræðum þegar hann var úti í sjónum og hafi fullorðinn karlmaður þá farið út í sjó til að bjarga honum. En straumurinn var of sterkur og maðurinn lenti í vandræðum. Þá reyndu níu til viðbótar úr hópnum að koma drengnum og manninum til bjargar en lentu allir í vandræðum og drukknuðu.
Sex lík fundust fljótlega. Strendurnar við Alexandríu eru mjög vinsælar að sumarlagi. Svo virðist sem fólkið hafi mætt snemma til að forðast lögregluna sem fer í eftirlitsferðir um ströndina til að tryggja að fólk haldi sig fjarri henni á meðan hún er lokuð.
Palm Beach hefur lengi verið þekkt fyrir hversu sterkir straumar eru þar og hafa strandgestir oft lent í vandræðum vegna þess. Árlega látast nokkrir af völdum sterkra strauma, ölduhæðar og í klettum við ströndina.