fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Pressan

Mueller rýfur þögnina – „Ráðgjafi Trump verður áfram dæmdur glæpamaður og það er við hæfi“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 13. júlí 2020 07:01

Robert Mueller. Mynd: EPA-EFE/JIM LO SCALZO

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump, Bandaríkjaforseti, felldi í síðustu viku niður refsingu fyrrum ráðgjafa síns og vinar, Roger Stone, sem hafði verið dæmdur í 40 mánaða fangelsi. Margir hafa gagnrýnt þetta og segja þetta ekkert annað en helbera spillingu og misnotkun valds. Þar á meðal er Mitt Romney öldungardeildarþingmaður repúblikana frá Utah. Á sunnudaginn urðu þau tíðindi að Robert Mueller, sem stýrði rannsókninni á máli Stone, setti niður penna og tjáði sig um málið. Mueller hefur fram að þessu ekki veitt viðtöl um rannsóknina og ekki tjáð sig um hana.

Washington Post birti grein eftir Mueller á sunnudag þar sem hann gagnrýnir Trump fyrir ákvörðunina. Mueller var sérstakur saksóknari og stýrði rannsókn máls er sneri að hugsanlegum tengslum kosningaframboðs Trump við Rússa og tilrauna þeirra til að hafa áhrif á kosninganiðurstöðurnar 2016. Stone reyndi að hindra rannsóknina og bar ljúgvitni fyrir þingnefnd. Það var það sem kostaði hann fangelsisdóm.

„Ég finn mig knúinn til að koma með svar – bæði hvað varðar staðhæfingar um að rannsóknin hafi verið ólögmæt og að ástæðurnar hafi verið óheiðarlegar og þær staðhæfingar um að Roger Stone hafi verið fórnarlamb vinnu okkar.“

Segir Mueller meðal annars í greininni.

„Stone var sóttur til saka og dæmdur því hann hafði gerst sekur um afbrot. Hann verður áfram dæmdur glæpamaður og það er við hæfi.“

Með þessum orðum gengur Mueller þvert gegn yfirlýsingu Hvíta hússins um málið en í henni sagði að Stone hefði þjáðst nóg. Hann hefði fengið óréttláta málsmeðferð og væri nú frjáls maður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum
Pressan
Í gær

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svínalifur grædd í manneskju í fyrsta sinn

Svínalifur grædd í manneskju í fyrsta sinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leynileg hernaðarskjöl fundust á götu úti í Newcastle

Leynileg hernaðarskjöl fundust á götu úti í Newcastle
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift
Pressan
Fyrir 3 dögum

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lyklaði bíl frá Teslu og er krafinn um yfir 100 milljónir í bætur

Lyklaði bíl frá Teslu og er krafinn um yfir 100 milljónir í bætur