Eitt af því sem hefur vakið mikla athygli eru niðurstöður krufninga á látnum COVID-19 sjúklingum í Bandaríkjunum. Frá upphafi hefur verið vitað að sumir COVID-19 sjúklingar fá blóðtappa en eftir því sem Amy Rapkiewicz, réttarmeinafræðingur hjá NYU Langone Medical Center, er umfangið og alvarleikinn mun „dramatískari“ en áður var talið. CNN skýrir frá.
„Blóðtapparnir voru ekki bara í stóru æðunum, heldur einnig í þeim litlu. Það var rosalegt því við áttum von á að finna þá í lungunum en þeir voru í næstum öllum líffærum sem voru rannsökuð í krufningunum.“
Hefur CNN eftir Rapkiewicz sem birti nýlega rannsókn um þetta í vísindaritinu The Lancet Journal.
Einnig leiddu krufningarnar í ljós að stórar beinmergsfrumur var að finna í nýrum, hjörtum og fleiri líffærum hinna látnu. Yfirleitt eru þessar frumur aðeins í beinum og lungum að sögn Rapkiewicz. Það kom réttarmeinafræðingunum einnig á óvart að þeir fundu fá tilfelli bólgu í hjörtum fórnarlambanna en í upphafi faraldursins var talið að veiran framkallaði bólgur í hjarta.