fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024

Hér búa bankastjórarnir

Höskuldur á bestu fjárfestinguna – Ármann býr í stærsta húsinu

Björn Þorfinnsson
Miðvikudaginn 27. desember 2017 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

DV mun á næstu misserum skyggnast inn í hvernig fulltrúar hina ýmsu stétta hafa komið sér fyrir á húsnæðismarkaðinum. Við hefjum leik á einni þeirri valdamestu, íslenskum bankastjórum. Ákveðið var að kíkja á heimili bankastjóra Arion banka, Landsbanka og Íslandsbanka sem og fjárfestingarbankans Kviku. Þá var einnig ákveðið að taka forstjóra kreditkortarisanna, Valitor og Borgunar, með í úttektina.

Keypti korter í hrun

Mynd: Þormar Vignir Gunnarsson

Birna Einarsdóttir var ráðin bankastjóri Íslandsbanka í október 2008, í miðjum hamförum hrunsins, og því styttist í að hún hafi staðið í stafni bankans í áratug. Birna býr í glæsilegri íbúð að Laufásvegi 48 í Reykjavík. Íbúðin er 127,6 fermetrar að stærð. Íbúðina keyptu Birna og eiginmaður hennar, James Hine, á 57 milljónir á frekar óheppilegum tíma eða 14. september 2007, eða „korter í hrun“.

Birna Einarsdóttir keypti íbúðina, sem stendur við eina eftirsóttustu götu landsins, í lok árs 2007.

Laufásvegur 48a Birna Einarsdóttir keypti íbúðina, sem stendur við eina eftirsóttustu götu landsins, í lok árs 2007.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Samkvæmt tekjublaði DV voru mánaðarlaun Birnu árið 2016 um 4,9 milljónir króna.

Nýtt starf og nýtt hús

Lilja Björk Einarsdóttir var ráðin bankastjóri Landsbanka Íslands í lok janúar 2017 og tók formlega við stjórnartaumum þann 15. mars. Lilja Björk hafði starfað og búið ásamt eiginmanni sínum dr. Júlíusi Atlasyni og þremur börnum í London um árabil og því var þeirra fyrsta verk að fjárfesta í fasteign hér á landi. Fyrir valinu varð glæsilegt einbýlishús að Byggðarenda 15 í Reykjavík. Kaupverð hússins var 104 milljónir króna en það er 281,2 fermetrar að stærð.

Bankastjóri Landsbankans býr í þessu glæsilega 281,2 fermetra einbýlishúsi.

Byggðarendi 15 Bankastjóri Landsbankans býr í þessu glæsilega 281,2 fermetra einbýlishúsi.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Laun Lilju Bjarkar eru um 2,1 milljón króna.

Góð fjárfesting

Höskuldur H. Ólafsson hefur gegnt stöðu bankastjóra Arion banka hf. frá því í apríllok 2010. Höskuldur býr í glæsilegu einbýlishúsi í Skerjafirðinum, nánar tiltekið Skildinganesi 6, ásamt eiginkonu sinni, Sigríði Ólafsdóttur. Um er að ræða 230 fermetra einbýlishús. Kaupverðið var 23 milljónir króna en Höskuldur og Sigríður keyptu húsið um mitt ár 1999. Það var líklega nokkuð góð fjárfesting.

Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka, keypti eignina árið 1999 á 23 milljónir króna.

Skildinganes Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka, keypti eignina árið 1999 á 23 milljónir króna.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Mánaðarlaun Höskuldar árið 2016 voru samkvæmt tekjublaði DV um 5,8 milljónir króna.

Ármann í stærsta húsinu

Ármann Harri Þorvaldsson var ráðinn sem forstjóri Kviku banka um mitt ár 2017. Fjárfestingarbankinn öflugi sameinaðist síðan Virðingu hf. í nóvember en þar hafði Ármann áður starfað í tvö ár sem framkvæmdastjóri fyrirtækjaráðgjafar. Ármann býr í stórglæsilegu einbýlishúsi að Dyngjuvegi 2 í Reykjavík ásamt eiginkonu sinni, Þórdísi Edwald. Fasteignina keyptu Ármann og Þórdís þann 25. október 2006 og var kaupverðið 92 milljónir. Húsið er ógnarstórt, 594 fermetrar.

Ármann H. Þorvaldsson, forstjóri Kviku, keypti þetta hús á 92 milljónir árið 2006. Það er ógnarstórt, 594 fermetrar.

Dyngjuvegur 2 Ármann H. Þorvaldsson, forstjóri Kviku, keypti þetta hús á 92 milljónir árið 2006. Það er ógnarstórt, 594 fermetrar.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Mánaðarlaun Ármanns voru 2,3 milljónir árið 2016 en reikna má með því að hann hafi fengið ríflega kauphækkun þegar hann tók við forstjórastarfinu.

Byggði í Kópavogi

Mynd: © 365 ehf / Pjetur Sigurðsson

Viðar Þorkelsson var ráðinn forstjóri Valitor í maílok 2010 í kjölfar þess að Höskuldur H. Ólafsson flutti sig um set yfir í Arion banka. Viðar býr í 270,1 fermetra einbýlishúsi að Austurkór 52 í Kópavogi ásamt eiginkonu sinni, Sigríði Svövu Þorsteinsdóttur. Hjónin byggðu húsið sjálf árið 2012.

Viðar og fjölskylda hans byggðu húsið árið 2012.
Austurkór 52 Viðar og fjölskylda hans byggðu húsið árið 2012.

Mánaðarlaun Viðars árið 2016 samkvæmt tekjublaði DV voru um 3,2 milljónir króna.

Glæsihýsi í Fossvogi

Haukur Oddsson hefur sinnt starfi forstjóra Borgunar í áratug. Hann tilkynnti í októberlok á þessu ári að hann hygðist brátt láta af störfum hjá fyrirtækinu þegar eftirmaður hans yrði fundinn. Það hefur ekki enn gengið í gegn og því heldur Haukur enn um stjórnartaumana. Haukur býr í Lálandi 3 í Fossvogi ásamt eiginkonu sinni Margréti Gunnarsdóttur. Húsið keyptu þau þann 7. maí 2007. Kaupverð fasteignarinnar var 80 milljónir króna.

Haukur Oddsson, forstjóri Borgunar, keypti þetta fallega hús í Fossvogi fyrir rúmum áratug.

Láland 3 Haukur Oddsson, forstjóri Borgunar, keypti þetta fallega hús í Fossvogi fyrir rúmum áratug.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Mánaðarlaun Hauks árið 2016 samkvæmt tekjublaði DV voru um 3,8 milljónir króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 klukkutímum

Getur ekki gleymt því sem hún sá í tölvu eiginmannsins – „Ég man það í hvert skipti sem við stundum kynlíf“

Getur ekki gleymt því sem hún sá í tölvu eiginmannsins – „Ég man það í hvert skipti sem við stundum kynlíf“
Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Hvað gerist næst? „Versta sviðsmyndin er sú sem varð í Heiðmerkureldunum“

Hvað gerist næst? „Versta sviðsmyndin er sú sem varð í Heiðmerkureldunum“
Fókus
Fyrir 4 klukkutímum

Segist vera konan sem Tommy Fury hélt framhjá með og segir þessa mynd sanna það

Segist vera konan sem Tommy Fury hélt framhjá með og segir þessa mynd sanna það
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Flestir vilja að Alan Shearer taki við stóra starfinu í sjónvarpi

Flestir vilja að Alan Shearer taki við stóra starfinu í sjónvarpi
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Skólabörn gerðu ótrúlega uppgötvun þegar þau skoðuðu gervihnattarmyndir

Skólabörn gerðu ótrúlega uppgötvun þegar þau skoðuðu gervihnattarmyndir
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Dregið í umspilið í dag – Mikið undir fyrir íslenska landsliðið

Dregið í umspilið í dag – Mikið undir fyrir íslenska landsliðið