,,Það var rólegt í Leirvogsá í dag, fékk einn lax og missti annan. Fyrir neðan brúna var eitthvað af fiski,“ sagði Óskar Hafsteinn Halldórsson sem var við veiðar ánni. Það hafa veiðst 8 laxar síðan áin opnaði í laxveiðinni. Í vorveiðinni veiddist eitthvað af sjóbirtingi.
,,Ég fékk laxinn í Kvörninni, 65 sentimetra á fluguna Metalica númer 16, það var skemmtilegt,“ sagði Óskar ennfremur.
Elliðaárnar hafa gefið 125 laxa og eitthvað hefur veiðst í Korpu.
Mynd. Átta laxar hafa veiðst í Leirvogsá það sem af er veiðitímanum. Mynd Jóhann Davíð.