,,Við vorum að koma úr Veiðivötnunum. Þetta var hörku hópur sem hefur farið saman í mörg ár. Uppskeran var að við fengum 224 fiska sem er bara virkilega fínt,“ sagði Jóhann Sigurðarsson leikari er við heyrðum í honum.
En veiðin hefur verið ágæt í Veiðivötnum í sumar og núna hafa veiðst yfir 9000 fiskar það sem af er sumri. Langmest hefur veiðst í Snjóölduvatni eða yfir 2000 fiskar. Síðan kemur Litlisjór með um 716 fiska.
Í sumar er frítt í Frostastaðavatni vegna þess að vatnið er oftsetið af smáfiski og best að hafa með sér net til að veiða nú vel af fiskinum. Góð útivera það, net og helst bátur.
Mynd. Örn Gauti Jóhannsson með bleikju úr Snjóölduvatni sem hefur gefið mesta veiðina í sumar. Mynd Jóhann.