Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt Önnu Kolbrúnu Árnadóttur, þingmann Miðflokksins, til að greiða rúmlega 68.000 danskar krónur (tæplega 1,4 milljónir ISK) af skuld sem er 623.280 krónur danskar, eða að andvirði ríflega 13 milljónir ISK.
Málið snýst um greiðslur af húsnæðisláni sem Anna Kolbrún tók í Danmörku fyrir um 20 árum hjá Fionia Bank. Anna Kolbrún gerði greiðslusamkomulag við bankann árið 2006, um að greiða tiltekna upphæð af láninu mánaðarlega. Eftirstöðvarnar átti að fella niður þegar ákveðinni upphæð væri náð.
Hins vegar flæktist málið þegar Fionia Bank garð gjaldþrota fyrir ríflega áratug síðan. Anna Kolbrún hætti að greiða af láninu árið 2014 en greiddi reglulega af því frá 2006 til 2009.
Innheimtufyrirtækið Lowell Danmark A/S yfirtók kröfuna og fór í mál við Önnu Kolbrúnu. Innheimtufyrirtækið krafðist þess að fá alla upphæðina greidda en niðurstaða héraðsdóms er að Anna greiði andvirði tæplega 1,4 milljóna króna eða 68.564 danskar krónur.
Nánar er fjallað um málið í Fréttablaðinu.