fbpx
Mánudagur 28.apríl 2025
433Sport

Sex mörk í boði er Blikar og FH skildu jöfn

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 8. júlí 2020 22:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breiðablik 3-3 FH
0-1 Hjörtur Logi Valgarðsson (22′)
1-1 Kristinn Steindórsson (27′)
2-1 Thomas Mikkelsen (33′)
2-2 Atli Guðnason (48′)
3-2 Thomas Mikkelsen (58′)
3-3 Steven Lennon (víti, 68′)

Það var verulega fjörugur leikur á dagskrá í úrvalsdeild karla í kvöld þegar Breiðablik fékk FH í heimsókn.

Áhorfendur fengu svo sannarlega eitthvað fyrir peninginn í kvöld en sex mörk voru á boðstólnum.

FH komst yfir með marki frá Hirti Loga Valgarðssyni á 22. mínútu en sú forysta entist í fimm mínútur eftir jöfnunarmark Kristins Steindórssonar.

Blikar komust svo aftur yfir ekki löngu seinna er danska markavélin Thomas Mikkelsen skoraði frábært mark.

Staðan var 2-1 í leikhléi en snemma í síðari hálfleik skoraði Atli Guðnason fyrir FH og jafnaði í 2-2.

Mikkelsen var svo aftur á ferðinni tíu mínútum síðar og kom Blikum í 3-2 með föstu skoti innan teigs.

Vítaspyrna var svo dæmd á Damir Muminovic á 67. mínútu og úr henni skoraði Steven Lennon örugglega til að tryggja FH eitt stig.

FH er í fimmta sæti með sjö stig eftir leikinn og Blikar á toppnum með 11 stig eftir fiimm leiki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Stjarnan ætlar að framlengja þrátt fyrir mikla bekkjarsetu

Stjarnan ætlar að framlengja þrátt fyrir mikla bekkjarsetu
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Enginn á roð í Mbappe

Enginn á roð í Mbappe
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Besta deildin: FH enn á botninum eftir tap á Akureyri

Besta deildin: FH enn á botninum eftir tap á Akureyri
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

England: Liverpool er Englandsmeistari 2025

England: Liverpool er Englandsmeistari 2025
433Sport
Í gær

Báðu stjórann um að tapa leiknum svo erkifjendurnir myndu ekki vinna titilinn

Báðu stjórann um að tapa leiknum svo erkifjendurnir myndu ekki vinna titilinn
433Sport
Í gær

Segist ekki vera ástæðan fyrir spilamennsku Palmer – ,,Hann er áhyggjufullur“

Segist ekki vera ástæðan fyrir spilamennsku Palmer – ,,Hann er áhyggjufullur“