fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Pressan

Kínverjar tilkynntu WHO ekki um kórónuveiruna sem veldur COVID-19

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 12. júlí 2020 21:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO hefur margoft sagt að stofnunin hafi fengið tilkynningu frá Kína í desember um nýja kórónuveiru, veiruna sem veldur yfirstandandi heimsfaraldri. Þetta er rétt að vissu leyti því tilkynning barst til höfuðstöðva WHO frá útibúi WHO í Kína. Starfsfólk þar hafði sjálft komist á snoðir um tilvist veirunnar við lestur á kínverskri heimasíðu. Kínversk yfirvöld tilkynntu WHO ekki um hana.

Áður hafði komið fram að WHO hefði fengið tilkynningu um veiruna frá Kína. Tedros Adhanom, yfirmaður WHO, sagði meðal annars á fréttamannafundi 20. apríl að  stofnuninni hefðu borist tilkynningar um veiruna frá Kína.

En miðað við nýja og uppfærða tímalínu á heimasíðu WHO þá komst starfsfólk WHO sjálft á snoðir um veiruna, kínversk yfirvöld tilkynntu ekki um hana.

WHO uppfærði í síðustu viku tímalínu fyrir atburðarásina í tengslum við heimsfaraldurinn sem braust út í Wuhan í desember. Í gömlu tímalínunni kom fram að þann 31. desember hafi starfsfólk WHO í Kína tilkynnt um nokkur tilfelli veirusýkingar, sem veldur lungnabólgu, í Wuhan. Í kjölfarið var nýja kórónuveiran greind.

Í uppfærðri útgáfu tímalínunnar kemur fram að starfsfólk WHO í Kína hafi séð fréttatilkynningu á heimasíðu heilbrigðisnefndar Wuhan um tilfelli „smitandi lungnabólgu“. Því næst tilkynnti skrifstofan í Kína þetta til höfuðstöðva WHO.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Elon Musk tapaði kosningunum sem hann reyndi að kaupa – Eyddi gífurlegum peningum en gerði líklega illt verra

Elon Musk tapaði kosningunum sem hann reyndi að kaupa – Eyddi gífurlegum peningum en gerði líklega illt verra
Pressan
Í gær

Svínalifur grædd í manneskju í fyrsta sinn

Svínalifur grædd í manneskju í fyrsta sinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún var kölluð Lafði Dauði

Hún var kölluð Lafði Dauði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ný gögn frá NASA benda til að við eigum heima í svartholi

Ný gögn frá NASA benda til að við eigum heima í svartholi